Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 30
bóndi og gætt margra trúnaðarstarfa í þjóðfjelaginu. Hann lifir
á þeim tíma, þá umbótastarfið á mörgum sviðum er að byrja.
Hann tekur þátt í þessu starfi — er brautryðjandi — og horfir
að síðustu á allar þær breytingar sem hinir síðustu áratugir hafa
fært með sjer.
Það er engin leið í stuttri blaðagrein að lýsa æfistarfi Guðjóns,
á nokkur atriði skal þó bent:
Guðjón er fæddur á höfuðbólinu Skarði á Skarðsströnd 13. des.
1857. Missirisgamall fór hann til fósturs að Þurranesi í Saurbæ og
var þar 10 ár. Þá var hann ti'l heimilis að Heinabergi á Skarðs-
strönd í 13 ár. A þessum árum gegndi Guðjón öllum almennum
bústörfum, var smalli, stundaði sjóróðra undir Jökli, í Bjamar-
eyjum og við Isafjarðardjúp.
19 ára gamall dvaldi Guðjón á unglingaskóla, er Torfi Bjama-
son hjelt, þar var hann tvo mánuði. Þetta var öll sú skólamentun
sem hann naut. Eftir þetta fór Guðjón vestur að Laugabóli við
Isafjarðardjúp. Þar kyntist hann Halldóri Jónssyni, síðar bónda
að Rauðamýri. Hann var nýkominn frá Noregi og ötull jarð-
yrkjumaður. Þar stundaði Guðjón jarðyrkjustörf og fjekk bóklega
tilsögn. Árið 1880 sigldi hann til Danmerkur og dvaldi þar á bú-
garði á Langalandi og síðan á Jótlandsheiðum nær eitt ár.
Guðjón reisti bú að Hvalsá við Steingrímsfjörð 1883. Gekk
hann þá að eiga fyrri konu sína, Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þau
fluttust að Ljúfustöðum í Kollafirði 1887 og bjuggu þar til 1902,
en fóru þá að Kleifum í Steingrímsfirði og bjuggu þar til 1907.
Eftir það dvaldi Guðjón á Hólmavík til 1919 að hann fhitti til
Reykjavíkur og keypti nýbýlið Hlíðarenda.
Guðjón var búmaður góður og gerði miklar jarða- og húsa-
bætur á býlum sínum, sérstaklega á Hlíðarenda.
Árið 1913 misti Guðjón Ingibjörgu konu sína, en giftist 1914
Jóneyju Guðmundsdóttur. Böm þeirra em Ingibjörg, gift
Sigurgrími Stefánssyni loftskeytamanni, og Guðmundur stýrimaður
á Ægi.
Fyrir tilhlutun Torfa Bjarnasonar var Verslunarfjelag Dala-
manna stofnað 1886. Guðjón varð brátt með í þeim fjelagsskap,
stjómandi (1888) og samverkamaður Torfa. Árið 1899 var
28