Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 33
Aldarminning
Oft er talað um aldamótakynslóðina, sem fyrirrennara og afl-
vaka þeirra miklu framfara, sem síðar hafa orðið. Hve giftu-
drjúg þessi kynslóð varð, mun að nokkru mega rekja til þess að
upp úr aldamótum brá til hins betra um árferði, eftir hinn langa
harðindakafla, sem haldizt hafði nær óslitið frá 1880. Hert í eld-
skím þrautaáranna horfði þetta fólk nú fram til betri og batnandi
tíma, sem jók því baráttukjark. Svo kom ungmennafélagshreyfing-
in, sem hreif æsku landsins. Hennar einkunnarorð vom: „íslandi
allt“. Þó eitthvað yrði vanefnt af þeim heitum, þá mun það hafa
orðið mörgum unglingnum gott veganesti og fór ekki framhjá
þeim, sem eldri vom og komnir nokkuð til þroska. Hjá þeim er
eldri vom mun líka hafa lifað í glæðum frá hreyfingu þeirri er
um landið fór Þjóðhátíðarárið 1874 en hafís og harðindi náðu ekki
að buga.
Þótt þeir lifi lengst meðal þjóða, er fram úr skara í listum og
vísindum, þá verða þeir jafnan minnisstæðir, sem fomstu hafa
um framkvæmdir og ýmsar félagslegar umbætur, framtíðin nýtur
verka þeirra þó með tímanum fölskvist yfir nöfnin.
Einn þeirra manna, sem virkan þátt tóku í þessu viðreisnarstarfi
á seinni hluta síðastliðinnar aldar og fram eftir þessari var Guðjón
Guðlaugsson. Hann var fæddur 13. des. 1857. — Kirkjubók segir
hann fæddan 9. des. en Guðjón taldi sjálfur fæðingardag sinn
þann 13. — Foreldrar Guðjóns voru Björg Tómasdóttir frá Galtar-
dal á Fellsströnd Jónssonar og Guðlaugur Jónsson frá Geir-
mundarstöðum á Skarðsströnd. Þau hjón vom fátæk og á þeim
tímum vom fá tækifæri fyrir þá, sem af fátækum forddmm vom
komnir og höfðu ekki stvrk mektarmanna til að komast til mennta
sem kallað var. Hversu rík sú þrá var hjá Guðjóni má marka af
því, að hann, part úr vetri, sækir unglingaskóla, sem Torfi í
Ólafsdal hélt að Hvoli í Saurbæ, áður en hann setti skóla í Ólafs-
dal. Þá stundaði hann jarðyrkjunám að Rauðamýri hjá Halldori
31