Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 45
Jón Finnsson. Guðjón Guölaugsson.
uðu víðlendum og fjölmennum héruðum, hafa haft á boðstólum
allar þær tegundir erlendrar vöru, sem almenningi voru nauðsyn-
legar og ónauðsynlegar í og með, ætar jafnt sem óætar. allt frá
ölföngum og klæðaströngum niður í tóbak, tölur og tvinna. I
búðunum mun því hafa ægt saman ýmsum óskyldum vörutegund-
um, sem vitanlega hafa verið aðskildar og einangraðar hver um
sig í hillum, skápum og skúffum.
Þótt ég telji mig enn muna töluvert um innréttingu og vöruval
það, sem til sölu var í búðum Riisverzlunar og Söludeildarinnar á
Hólmavík, á fyrsta áratug þessarar aldar, álít ég óþarft að lýsa
því hér, þar eð ég ætla að hvoru tveggja hafi lítið breytzt næstu
tvo áratugina. Nema hvað vöruval varð meira og fjölbreyttara, og
einnig kom þá til sögunnar nýr og áður óþekktur vamingur, eins
og t.d. gúmmískófatnaður o.fl. Það mun því vera allmargt fólk,
sem man þetta allt jafnvel og ég og ýmsir sjálfsagt betur, að
minnsta kosti þeir, sem iðulega gengu þar um garða.
43