Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 46

Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 46
4. í kringum 1910 varð sú breyting í bókhaldi Hólmavíkurverzlan- anna, að þá var farið að rita úttekt manna og innlegg á nótu (frumbók), sem viðskiptamaður fékk í hendur, jafnframt úttekt sinni eða innleggi hverju sinni. Aður var þetta mjög á annan veg í þessum verzlunum, hvað sem viðgengizt hefur annars staðar á sama tíma. Þá var öll úttekt, stór eða smá, og eins öll innlögð vara skrifuð með bleki og penna inn í feiknamikinn doðrant (höfuðbók), sem venjulega lá opin um daga á skrifpúlti búðarinnar, í svo sem brjósthæð meðalmanns, ásamt blekbyttu penna og pennastöng. Eins og fyrr er sagt, þá skrifaði afgreiðslumaður hverju sinni í bók þessa bæði úttekna og innlagða vöru, en nótu fengu menn enga. Snemma á næsta ári, þorra, góu eða þar um bil, fengu menn svo reikning yfir viðskiptin árið áður, en sé ársreikningur var nákvæmt eftirrit af öllu því, sem í stóru bókina (höfuðbókina) hafði verið skráð, hjá viðkomandi manni. Stundum mun það hafa komið fyrir, að einn og annar var þá búinn að gleyma einhverju af úttekt sinni, einkum smávamingi, og rengdi reikningsskilin. Aldrei vissi ég þó til, að alvarleg misklíð yrði af þeim sökum, enda mun engum hafa dottið í hug að efast um drengskap búðarþjónanna, og þótt lítt hæfa að standa yfir þeim og lesa úr pennanum á meðan þeir skrifuðu. Nú skyldi maður ætla að allur þvílíkur ágreiningur hefði verið út úr heiminum með tilkomu nótnanna (fmmbókanna), en þó að skrýtið sé varð svo ekki fyrst í stað. Þegar ársreikningurinn nú kom, á þorra eða góu eins og fyrr, þá stóð þar yfirleitt og oftast skammstafað, úttekið samkvæmt nótu númer þetta og þetta, eða innlagt samkv. nótu nr. ? o.s.frv. Mjög fáir munu hafa haldið nótum sínum saman, og vom eins og fyrri daginn gleymnir á smá- muni, en nú vom allar rengingar tilgangslausar, því að nótumar vom í tvíriti og verzlunin geymdi afritið, með dagsetningu, ártali og undirskrift afgreiðslumanns. Enda mun ávallt hafa birt upp í minni viðskiptamanna, er þeir litu það. 44
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.