Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 50
6.
Svoncfnt Skeiði er allvíðáttumikið landsvæði, vestan við neðan-
verðan Kálfaneslæk. Það er slétt og jafnlent yfir að líta úr fjar-
lægð, en óslétt og þýft þegar nær kemur. Moldarjarðvegur er þar
grunnur, og skammt niður á ísaldarleir og möl. Fyrir hálfum
sjöunda tug ára og þar um bil, var land þetta að miklu leyti
vaxið lágum, oft jarðlægum birkihríslum, lyngi, snarrótarpunti
og öðrum harðgerðum gróðri. Fjallshlíðin til vesturs nefnist Part-
ur, en Kálfanespartur frá Skeljavíkururðinni út að Gilræsi. Gil-
ræsið er stór grasi gróin lægð innan og ofantil við Partinn, allt frá
efri hluta Skeljavíkururðar og inn að svonefndri Jónslág, sem er í
fjallshhðinni svo að segja beint upp af Kálfanesbæ til vesturs. A
öllu þessu svæði, sem ’hér er nefnt, var á árunum um og fyrír
1910 setið hjá svokölluðu markaðsfé, tveggja til þriggja vikna
tíma á haustin. Þetta svonefnda markaðsfé var sláturfé, sem
Riisverzlun keypti á fæti, víðs vegar að. Innan úr Bitru, sunnan
frá Gilsfirði, úr Geiradal og Reykhólasveit og e.t.v. víðar. Ekki
er mér kunnugt um að Söludeildin ætti hlut í þessu markaðsfé,
en vera má að svo hafi verið í einhverjum mæli, þó að ég heyrði
þess ekki getið, svo að ég muni.
Þeir, sem í nærsveitum bjuggu slátruðu sölufé sínu heima og
fluttu sjálfir kjöt þess og gærur í kaupstaðinn, eða þeir ráku
hluta af því og stundum allt til verzlananna, þar sem því var
lógað af æfðara starfsliði. A meðan ekkert sérstakt sláturhús var
risið af grunni í kauptúninu, fór slátrun fjárins fram undir beru
lofti, líkt og á hverjum öðrum sveitabæ. Þegar ég man fyrst eftir
þessum hlutum 1906—7, þá var hjá Riisverzlun slátrað í báru-
jámsskýli eða skúr, áföstum við austurhliðina á svonefndum
Langaskúr, og var skýlið eða slátrunarskúrinn alveg opinn til
austurs. Féð var aflífað með hálskurði, og störfuðu að því þrír
menn. Einn skar kindina, annar hélt fótum hennar, en hinn þriðji,
sem oft eða jafnvel oftast, var kvenmaður, hrærði í blóðinu. Flegið
var í gálgum, þ.e. hæklatrén voru hengd á jámkróka meðan á
fláningu stóð, en krókar þeir vom festir á 2—3 bita, er gengu
48