Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 56

Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 56
fengur skrifari og ekki heyrði ég annars getið, en að hann leysti starf sitt við verzlunina vel af hendi, þótt skólaganga hans hafi líklega verið fremur lítil. Ólafur varð ekki langær í starfi hjá Riis- verzlun, frekar en Halldór Aspar. Hefur hann ef til vill verið þar 3—4 ár, en varla neitt sem heitir fram yfir það, líklega öllu heldur á hinn veginn. Annars er mér nákvæm tímasetning þessara manna- skipta anzi óljós, því að eins og fyrr segir dvaldi ég ekki heima í Staðarsveit á þessum árum nerna sem gestur. Þegar Ólafur Kristjánsson hætti störfum sem verzlunarþjónn hjá Riisverzlun, mun Borgar Sveinsson frá Kirkjubóli í Staðardal hafa komið í hans stað við verzlunina. Mig rámar þó óljóst í, að eitthvert milli- bilsástand hafi orðið áður en þau mannaskipti fóru fram, og að Tómas Brandsson hlypi þá í skarðið um stuttan tíma. Kannski er það þó misminni mitt, að svo hafi verið. Hitt er aftur á móti fullvíst, að árið 1925 er Borgar orðinn fastráðinn verzlunarþjónn við Riisverzlun og heldur því starfi, að ég hygg, svo lengi verzlun- in var við lýði sem sjálfsfcætt fyrirtæki, þótt eigandaskipti yrðu. Pétur frá Stökkum segir, að Jóhann Þorsteinsson hafi ekki rekið verzlunina nema um tveggja ára tíma, til ársloka 1931. Vera má að það sé rétt í vissum skilningi, en þó ætla ég að eitthvað hafi hún starfað lengur, t.d. að innheimtu skulda, sölu vörubirgða o. þ.h., því að ekki man ég betur en allt væri þar með líku sniði og fyrr vorið 1932, þegar ég flyt á brott úr héraðinu. Hér hefur í þáttum þessum allmargt frásagnarvert orðið útundan, viðkomandi hinum fyrri verzlunarrekstri á Hólmavík. Til dæmis er að engu getið flutningatækja og verksháttar við út- og uppskipun (bring- ingu) á vörum, áður en hafskipabryggjan var byggð, sem mun ekki hafa verið fyrr en árið 1936. Lýsing þeirra vinnubragða, sem fyrrum voru viðhöfð í því starfi, er kafli út af fyrir sig, þótt ekki verði hér frá þeim sagt. Enda vill svo til, að slíkar lýsingar og frásagnir mun allvíða að finna í ævisögum og minningaþáttum ýmissa manna, þar eð við sömu skilyrði var að búa í flestum kaup- túnum og sjávarþorpum um land allt, hvað þetta snerti, þar sem hvorki voru hafnarbakkar né hafskipabryggjur. 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.