Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 57
Þorst. Matthíasson:
Heima hjá Brynjólfi
og Guðríð/
Fölar hrímslæður liggja um efstu brúnir Esjunnar og bleik haust-
lauf liggja í dyngjum við rætur trjánna, sem náttúruunnendur
borgarinnar hafa tyllt niður við hús sín, til þess að bera blak af
tærandi auðn malbiksins.
Margt fólk, sem lifði æsku sína alla og helft manndómsára í
byggðum landsins út til nesja og inn til dala, hefur borist með
þeirri mannflutningaöldu, sem skolað hefur stórum hluta þjóðar-
innar til búsetu á hrauntanganum sunnan Fxaaflóa. Þar á meðal
eru hjónin, sem ég er gestur hjá þennan haustdag, Brynjólfur
Brynjólfsson, skósmiður og Guðríður Sigurðardóttir. — Nú eru
nær þrír áratugir síðan þau yfirgáfu Hólmavík, litla þorpið austan
undir Borgunum sunnan Steingrímsfjarðar.
Þá var ísland í hers höndum og atvinnuleitarmenn fóru helzt
þangað, sem umsvif voru nokkur og mikið framboð á amerísku
gulli. Þar virtust, að minnsta kosti í svipinn, beztir möguleikar til
sjalfsbjargar. — Kreppuárin, frá 1930 fram í stríðsbyrjun 1939,
höfðu orðið mörgum þung í skauti, ekki sízt í afskekktum byggð-
um, þar sem framkvæmdir voru litlar og erfitt að fá fyrirgreiðslu
úr hinum sameiginlega sjóði en hins vegar öllum skylt að greiða
þangað gjöld sín. Það mátti því ef til vi'll kalla það skort á sjálfs-
bjargarviðleitni að sitja kyrr og fara hvergi.
Brynjólfur Brynjólfsson er fæddur á Kleppustöðum innsta bæ í
Staðardal í Steingrímsfirði, 6. maí 1894. Þar bjuggu þá foreldr-
ar hans, Brynjólfur Benjamínsson og Margrét Jónsdóttir, en þau
höfðu flutzt þangað frá Kleifastöðum í Gufudalssveit, þar bjuggu
þau áður 1 sjö ár, og þar voru fædd eldri böm þeirra.
55