Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 62
Norðurfjörð og brotnaði. Það hét „Orion“. Skipshöfnin varð svo
að fara fótgangandi alla leið austur til Eyjafjarðar.)
Einu sinni bauð Jón Finnsson, verzlunarstjóri hjá Riisverzlun
á Hólmavík mér fjögramannafar, sem verzlunin átti og skyldi
ég vera formaður á bátnum. Eftir að báturinn hafði verið búinn
út til veiða var ákveðið að fara norður á Reykjarfjörð og róa það-
an, því Carl Jensen kaupmaður á Kúvíkum hafði lofað að kaupa
aflann ef einhver yrði.
Þeir, sem með mér voru á bátnum, voru Borgar Sveinsson frá
Kirkjubóli, Sigmundur Sigurðsson frá Grænanesi og Þórður
Magnússon uppeldisbróðir minn.
Við biðum nokkra daga á Reykjarfirði eftir því að síld fengist
til beitu og svo var byrjað að róa. Afli var ágætur og rerum við
stundum tvisvar sama daginn. En við höfðum aðeins fáa daga á
sjó farið, þegar Jensen kemur til okkar og kveðst nú orðinn salt-
laus og geti því ekki tekið meiri fisk. Við gátum auðvitað ekkert
sagt sem að gagni kom og máttum láta svo búið standa. Ekki gat
Jón Finnsson heldur greitt neitt úr þessu og skiluðum við því
bátnum. Svona var nú stundum fyrirhyggjan á þeim dögum og
enginn bótaskyldur gagnvart þeim er fyrir skakkafallinu varð.
Við félagar fórum svo allir í síldarvinnu á Ingólfsfjörð til norsku
síldarsaltendanna. Jónas Sveinsson frá Amesi var um þetta miili-
göngumaður. Hann var þá í skóla. Fvrir okkur rættist sæmilega
úr sumrinu.
Einu sinni hef ég lent í slæmu veðri á sjó og hélt þá á tímabili, að
fætur mínir mundu ekki framar stíga á land upp. Þetta mun
hafa verið á fyrri stríðsámnum. Ég var staddur suður í Reykja-
vík í atvinnuleit. Nokkrir samvinnubátanna frá ísafirði höfðu far-
ið á útilegu suður fyrir land seinni hluta vetrar og nú var komið
fram undir páska. m.b. Freyja kom með fullfermi af saltfiski, en
fékk sig ekki afgreidda í Reykjavík, því þar var verkfall. Er þá
ákveðið að fara til ísafjarðar og tók ég mér far þangað með bátn-
um. Við fáum ágætis veður vestur á miðjan Breiðafjörð, en þá
60