Strandapósturinn - 01.06.1973, Qupperneq 67
Seinni kona Jónatans var Guðný Jónsdóttir frá Fagradals-
tungu Bjarnasonar. Meðal barna Jónatans og Guðnýjar voru
Jón skáld á Máskeldu, Guðrún móðir Jónatans í Naustavík,
Benedikt í Tungugröf og Guðni á Brúará.
Guðni Jónatansson byrjaði búskap í Goðdal 1865 og bjó
í eitt ár, var svo húsmaður um hríð, en byrjaði aftur búskap
á Brúará 1871 og bjó þar til æviloka, en hann dó 7. júlí 1887.
Kona Guðna á Brúará var Monika Einarsdóttir frá Víðivöll-
um Jónatanssonar og Sigríðar Hjaltadóttur prófasts á Stað í
Steingrímsfirði. Meðal systkina Moniku voru Þórólfur í
Lambadal í Dýraf., Rósa kona Magnúsar Arasonar í Sunndal,
Jón síðast á Hólmavík Ingibjörg kona Jóns Guðmundssonar
á Kaldrananesi og Einar í Munaðarnesi í Árneshrepp. Meðal
barna Moniku og Guðna á Brúará voru, Guðmon í Kol-
beinsvík, Monika er átti Eirík Eiríksson í Kálfshamars-
vík, Jónína er átti Kristján Sigurðsson í BolungarVík og
Kristinn er átti heima á Þingeyri við Dýrafjörð. Guðmon
Guðnason fæddist í Goðdal eins og áður er sagt, og flyt-
ur með foreldrum sínum að Brúará og ólst þar upp. Um
tvítugsaldur mun hann hafa verið farinn að sækja róðra
vestur að Isafjarðardjúpi eins og þá var venja manna úr
norðurhluta Strandasýslu. Meðal verstöðva er Guðmon réri
frá á þessum árum voru Gullhúsár á Snæf jallaströnd, Kálfa-
dalur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, Bolungarvík og Arn-
ardalur.
Árið 1890 ræður Guðmon sig á útgerð Guðmundar Rósink-
arssonar í Æðey. Þá er vinnukona í Æðey, Guðrún Kristjáns-
dóttir, fædd í Tungu í Skutulsfirði 8. marz 1867. Foreldrar
hennar voru Kristján Brynjólfsson og Sigríður Þorleifsdótt-
ir alsystir hins fræga sjósóknara Guðmundar bónda í Unaðs-
dal. Guðrún fluttist misseris gömul með foreldrum sínum
suður á Hellissand og bjuggu þau þar við þurrabúð. Þar er
hún með foreldrum sínum til 11 ára aldurs, en þá fer hún
frændfólks síns Hafliða Einarssonar og ólínu Friðriksdótt-
ur í Svefneyjum. Þaðan fermist hún í Flateyjarkirkju og er
í Svefneyjum fram yfir tvitugs aldur. Þá er móðir hennar
65