Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 74
Eftir að byggð lagðist niður i Steinnesi stóðu þar lengi eftir
húsatóftimar. Nokkru eftir 1930 var gamall maður, Jón Strand-
fjeld (bassi), á ferð milli Kaldrananess og Bæjar á Selströnd og
valdi sér leið yfir hálsinn milli bæjanna. Þegar hann fór frá
Kaldrananesi var gott veður og varð hann samferða fjármanni
þaðan upp undir brúnir. Þegar leið á daginn gerði snjófjúk og
norðan drif, er varð að krapahríð þegar leið á nóttina. Engum á
Kaldrananesi kom þó til hugar að undrast um Jón, því jörð var
auð að kalla og undan vindi að sækja.
Daginn eftir var komið nokkurt krap í ár og læki og fór því
Guðmundur Ragnar Guðmundsson, bóndi á Biæ, að huga að fé
sínu, en það gekk út með sjónum milli bæjanna, Bæjar og Bjarn-
amess. Þegar hann kemur að Steinnestóftunum, þá hittir hann
þar fyrir Jón Strandfjeld. Gamli maðurinn húkir undir vegg,
kaldur og illa til reika. Hann hafði daginn áður, um það leyti sem
élið gerði, verið kominn sem næst miðja vegu yfir að Bæ, en þá
af einhverjum ástæðum villst af réttri leið og farið niður að sjó,
en veit þá ógjörla hvar hann er staddur ellegar hvert skal halda.
Þegar hann svo rekst á tóftarbrotin fær hann þar hlé fyrir storm-
inum og lætur því fyrirberast, enda þótt vistin sé ekki góð, mun
það líka hafa borgið lífi hans. A bersvæði mundi hann naumast
hafa af sér borið. Jón var kalinn á höndum og fótum og lifði síðan
við nokkur örkuml til æviloka. En hann varð maður háaldraður
og dó á Hellu í Steingrímsfirði.
Árvík — í þá vík fellur Göngustaðaá, sem skiptir löndum milh
Bæjar og Bjamarness. Áin hefur upptök sín í Leirtjöm. — Skot-
húsbörð, ofan við Hvammana — Neðri-Mýrar — Rindi Efri-
Mýrar — Kinnar — Fossholt •—- Seljabrekka -— Lautenant
(merkjavarða á Nesbrún vegna sjómælinga á Húnaflóa, byggð
1912) — Bæjarskarð — Bæjarskarðsegg — Efra- og neðra
Geirskarð — Enni — Leirtjöm — Bóndaflói — Töðulágar,
liggja norður undir Töflu — Tafla, stuðlabergsböltur allhár (þar
býr huldufólk) — Hálsgötur — Hörgsvík — (Hörsvík) —
Brimbás — Bænhúshöfði — Bænhúsvík (I þeirri vík rak tré svo
stórt, að úr því fékkst nægilegt efni í byrðing á fimm manna
72