Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 78
í alla staði hin skemmtilegasta og auðvitað yfirfullt hús.
Fólk skemmti sér fram á nóttu eða fram til kl. 3. Vorfagnað-
ur var haldinn í félagsheimilinu á Seltjarnamesi, og sam-
sæti fyrir eldra fólkið í maí í Domus Medica. Báðar þessar
skemmtanir voru með líku sniði og árið áður.
I Júní var haldið í ferðalag og var ferðinni beint heim eða
norður á Strandir ,og alla leið norður í Ámes. Félagið fór héðan
úr Reykjavík með um 80 manns á sínum vegum. Þar að auki
fóm margir á einkabifreiðum. Var álitið, að þegar norður kom,
hefðu verið um 100 burtfluttir Strandamenn á staðnum.
Ferþ þessi er öllum ógleymanleg, sem hana fóm. Að finna
hlýju og rausnarskap fólksins, sem heima er, þegar burtfluttir
Strandamenn koma í heimsókn ,er öllum ógleymanlegt sem því
mæta.
Ferðin hófst á föstudagskvöldi og var haldið norður í Bjamar-
fjörð, gist þar í hinu nýja og glæsilega félagsheimili Laugarhóli.
Að morgni laugardags var ferðafólkið vakið með fínustu veizlu sem
kvenfélagskonur í Bjamarfirði stóðu fyrir, og hafi þær hjartans
þökk fyrir. Stanzað var þama góða stund, komið saman og skipst
á kveðjum og lagið tekið.
Á laugardag var ekið í Ámes, en þar hélt félagið skemmtikvöld
í félagsheimilinu á laugardagskvöldið, kór Átthagafélagsins (stoð
félagsins og stytta) var auðvitað með í ferðinni, og söng hann
þama á kvöldvökunni undir stjóm Jóns P.Jónssonar.
Kvöldvaka hófst með ræðu, þá var sungið, síðan farið með gaman-
mál, sem Jóhannes okkar Jónsson sá um, og að lokum var stiginn
dans fram á nóttu. Sögðu kunnugir að um 300 manns hefðu sótt
þessa skemmtun, sem var í alla staði hin ánægjulegasta.
Ferðafólkið gisti í Skóla'húsinu í Ámesi og var þar fram á sunnu-
dag ,en þá var ferðinni heitið suður á bóginn aftur. En fólkið var
stöðvað á Hólmavík, þar sem kvenfélagskonur þar buðu til stór-
veizlu, og sátu ferðalangar þar drjúgan tíma í góðra vina hópi.
Lauk þessu eftirminnilega og skemmtilega ferðalagi síðan á
sunnudagskvöld hér í Reykjavík og vom það ánægðir og kátir
Strandamenn, sem kvöddust við Umferðamiðstöðina, með góðar
minningar um ógleymanlega ferð heim á Strandir, að baki.
76