Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 79
Starfsárið 1972—1973.
Starfsemin er alltaf að færast í aukana, en þetta starfsár hófst
með tveggja kvölda spilakeppni, sem haldin var í október og
nóvember í bæði skiptin fyrir fullu húsi. Veitt voru góð verðlaun,
bæði kvöldverðlaun og svo heildarverðlaun eftir bæði kvöldin.
Jólatrésskemmtun var haldin fyrir börnin milli jóla og nýárs.
Og síðan var þorrablót, sem er orðinn fastur liður í starfi félags-
ins, með ómetanlegri hjálp nokkurra dugandi kvenna, sem láta
sig ekki muna um að matreiða fyrir 200—300 manns. En nú var
blótið haldið að Hlégarði, svo allir, sem hug hefðu á, gætu komið
og glaðst með glöðum, sem varð og reyndin að þar var einnig fullt
hús.
20. ára afmæli félagsins, var haldið hátíðlegt með árshátíð að
Hótel Borg, og var hún að öllu leyti hin glæsilegasta. Var skemmt
með raeðum, kórsöng, (Átthagafélagskórinn), einsöng, og skemmti-
þætti, og auðvitað dansað fram á nóttu. Var þetta skemmtun árs-
ins með yfirfullu húsi.
Haldið var samsæti fyrir eldri Strandamenn og vorfagnaður með
líkum hætti og verið hefur.
Farið var í ferðalag í vor austur að Kirkjubæjarklaustri. Um 60
manns tóku þátt í þessari ferð, sem tókst að öllu leyti vel.
77