Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 82
bjargar, Ásgeir Snæbjömsson frá Vatnshomi, festi fyrstur manna
byggð sína þar sem nú er yzti hluti Hólmavikurkauptúns. Hann
var þá húsmaður í Kálfanesi og stundaði aðallega sjósókn, meðal
annars norður á Gjögri. Vorið 1883 hóf Ásgeir búskap á Ytra-Osi
og bjó þar til dánardægurs á árinu 1905. Guðbjörg dóttir hans
var ekki hjónabandsbam, átti hann hana áður en hann kvæntist,
með Elínu Pálsdóttur frá Reykjarvík á Bölum. Frá því er Guð-
björg var níu ára og til fimmtán ára aldurs dvaldi hún hjá föður
sínum í nýbýli hans á Hólmavík, en eftir það mun hún hafa farið
að sjá fyrir sér sjálf meðal vandalausra. Að líkindum hefur þá
hugur hennar oft hvarlað til æskustöðvanna á Hólmavík, bæði í
vöku og svefni. Mig minnir helzt að það hafi verið sumarið 1951,
sem ég eins og oftar átti leið um Staðardal og stanzaði þá um
stund á Stakkanesi, hjá gömlum og góðum nágrönnum foreldra
minna, Guðbjörgu Ásgeirsdóttur og Sigurði Gunnlaugssyni. Eg
hafði alllöngu fyrr heyrt frá því sagt, að Guðbjörgu hefði átt að
dreyma fyrir mikilh byggð á Hólmavík, nokkm áður en þar risu
mannabústaðir. Eg mun hafa haft orð á þessu við gömlu hjónin,
og ef til vill einhverjum fleiri fomum minningum. Líklega hefi ég
haft hratt á hæli, og ekki gefið mér tíma til að skrifa neitt niður
af því sem þau sögðu mér, heldur mun ég hafa beðið Sigurð að
skrifa eða láta skrifa upp fyrmefndan draum og senda mér hand-
ritið. Það gerði hann veturinn eftir, og hér er draumurinn. Eg vil
einnig geta þess, að efnislega er engu breytt frá fmmriti Sigurðar,
en aftur á móti lítillega orðalagi á stöku stað.
29. 10. ”73