Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 83
Jóhannes Jónsson:
Harðfiskverkun
Þegar átti að herða fisk, var unnið við það eftir ákveðnum
reglum, væri það ekki gert, gat verið hætta á, að verkunin mis-
tækist að einhverju leyti.
Þorskur var fyrst afhausaður á þar til gerðum trébúkka og
voru menn ótrúlega fljótir við það starf. Því næst var fiskurinn
látinn upp á flatningsborðið, en það var allstór tréfleki 2—3
metrar á lengd og um 1 l/i metri á breidd. Flatningsmaðurinn tók
fiskinn og hnakkaflatti hann, það er að hann risti aftur eftir baki
fiskjarins og opnaði hann þeim megin frá. Harrn lét bakuggana
fylgja þeim helmingi fiskjarins, sem kallaður var píka eða píku-
helmingur, tók svo hryggbeinið úr hinum helmingnum aftur fyrir
blóðdálk, en sá helmingur var ýmist kallaður sporður eða dálkur.
Þessi nöfn á helmingunum munu hafa verið þannig til komin,
að í gamla daga, þegar harðfiskur var skammtaður sem málamat-
ur, fékk vinnukonan alltaf þann helminginn, sem ekkert hrygg-
bein fylgdi, en þá var algengt að kalla unga stúlku píku (senni-
lega af danska orðinu pige), en vinnumaðurinn fékk þann helm-
inginn, sem sporðurinn fylgdi.
Þegar búið var að rista fiskinn eftir baki og taka blóðdálkinn,
var hnakkablóðið hreinsað burt, innýflin fjarlægð og sérstök gát
höfð á því að ekki yrði eftir lifur við fiskinn, því hún setti þráa-
bletti í hann, þar sem hún lá við. Því næst var skorin rauf á
kviðinn fyrir rána, sem hann var hengdur á í þurkhjallinn, en
ekki var sama hvemig sú rauf var sett á, því ef hún var sett
of framarlega á kviðinn, þá tognaði fiskurinn á ránni, hekning-
amir urðu lengri og mjórri og fiskurinn rýmaði, varð bæði létt-
ari og seigari og fékk verra útlit, því hann var þá illa varinn fyrir
81