Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 86
í roki og væri jörð auð og blaut, olli það miklum skemmdum á
fiskinum, en væri jörð frosin, urðu ekki teljandi skemmdir. Full-
hertur fiskur á rá þótti ekki jafngóður og fiskur er fullhamaði í
skrýfi.
Þegar ýsa var hert, var það gert á sama hátt og rneð þorsk, að
því undanskildu, að hún var altlaf hreistrað. Hreisturplöturnar
mynduðu þétta einangrun, er þær þornuðu, og fiskurinn harðnaði
seinna og varð ekki eins góður á bragðið. Hreistruð freðýsa gekk
nasst lúðurikling að gæðum.
Smálúða var fjórflökuð, það er að tekin voru af henni fjögur
flök, og gat var gert í mjórri enda flaksins fyrir rána. Þegar komin
var sæmileg þurrkhúð á flökin, voru þau rist og snúið við líkt
og kleinu, en þannig þomuðu þau fljótt og vel, og það var kall-
aður snúinn riklingur.
Flök af stórum lúðum vora, þegar var komin góð þurrkhúð á
þau, rist þannig, að skorinn var langskurður í miðju flaksins.
Þessi skurður var tekinn það djúpt, að náði inn að miðri þykkt
flaksins, og þaðan var flakið k'lofið út að röndunum. Þá var
tekin þunn tréflís hæfilega löng og sett í báðar rendur flaksins og
það spennt sundur eins og mátti og hélt spýtan því í sundur.
Þannig harðnaði það miklu fljótar. Þetta var kallaður spjald-
riklingur. Spjaldriklingur var yfirleitt verðminni en snúinn rikl-
ingur.
Að lokum má geta þess, að ef menn fiskuðu fiskakóng, en það
var fiskur er hafði skaddast á haus sem smásíli, (sennilega af
völdum sjófugla) þá var fiskakóngurinn flattur með hausnum og
hertur. Ekki var hann borðaður, í stað þess var hann hengdur
upp í húsi, þar sem fiskæti var geymt, og fylgdi sú trú, að það
hús yrði aldrei fisklaust, þar sem fiskakóngur hengi uppi.
84