Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 94
lagi. Þá var hann á Skessu sinni. Hann lagði sig stundum í hlað-
varpann heima á Drangsnesi móti sól og fékk sér blund. Stóð þá
Skessa hans ekki fjarri og beið, þar til hann vaknaði aftur. Hún
var vitur skepna. Eitt sinn þurfti Eymundur að fara suður í Saur-
bæ. Er það löng leið. Fleiri voru með í þeirri för. Nú vantaði hann
þriðja hrossið. Stefán frá Hvítadal átti gráa hryssu, sem var á
fóðrum hjá Eymundi. Hryssan hét Gríma. Vill Eymundur fá hana
lánaða. Vissi Stefán að sprett yrði úr spori. og vildi komast hjá að
lána hryssuna, en gat varla neitað, þar sem hún var fóðruð hjá
Eymundi. Nú gáfu piltar honum það ráð, að láta hana í-hús, þeg-
ar farið yrði að sækja hrossin. Á þetta ráð brá Stefán og þótti góð
lausn. Hryssan fannst hvergi, svo hún fór ekki í það ferðalag.
Annar hestur var fenginn í hennar stað. Ut af þessu varð til vísa:
Stefán Grímu stytti spor,
stoltum kom að gjaldi.
Eins og þegar Eva vor,
óhrein bömin faldi.
Bær er stór jörð og Grímsey í Steingrimsfirði tilheyrir jörð-
inni. Hún er nytjagóð og grasgefin, enda féið flutt út í eyju
snemma vors, ef knappt var um hey, og æmar látnar vera fram
að burði. Við systkinin vomm stundum fengin til að „standa
fyrir“ eins og það var kallað. Féð var rekið undir Malarhom.
Þar þurfti aðeins að verja það á einn veg. Malarhom hélt við á
tvo vegu og sjórinn á einn. Þetta vom dýrðardagar fyrir okkur
systkinin. Til þessa vom valdir góðviðrisdagar. Það var vani að
koma við í „sjóarhúsinu“ hjá Eymundi. Ollum vildi hann gott
gera, áður en hafizt yrði handa með flutninginn. Þar kenndi
margra grasa. Fyrst var „sjóarhúsið“ sjálft hið reisulegasta í okkar
augum. Og öll þau fyrn sem það rúmaði. Þar var á stokkum 200
lítra brennivíns-áma með krana í, þar sem mættust botn og
stafir, svo ekki þurfti annað en skrúfa frá. Tilheyrandi mál héngu
á bita fyrir ofan hana. Á þessu hressti sig hver sem vildi. Okkur
bömunum gaf hann kandís og rúsínur. Þar hef ég séð stærstu
mjölkistu, enda hólfuð í þrennt. Sem sagt, þar vantaði ekki neitt.
92