Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 95
Bœr á Selströnd.
Ég hef oft hugsað um það síðan ég varð fullorðin, hvað bilið var
breitt á milli fólks. Þá gátu sumir safnað auði, en aðrir vissu ekki
hvað yrði til næsta máls. Eymundur mun hafa verið brjóstgóður
maður, og mörgum gert gott, er til hans leituðu og tiltölugóður,
á meðan hann réði sveitarmálum, í garð fátækra. Um síðustu
aldamót var til sár fátækt á Ströndinni okkar, og engin velmegun,
allt til 1914. Það man ég vel. En svona efnamenn innan um. Eitt
sinn kom kona til Eymundar að vorlagi, en engin sigling komin
til Hólmavíkur. Hjónin áttu sex böm og voru allar birgðir þrotn-
ar. Hún biður hann að lána sér útákast í nokkra grauta. Svarið
var, „Hvað ert þú að biðja mig að lána þér, þú auminginn. Biddu
mig bara að gefa þér það, og það skal ég gera“. Þegar konan
sagði mömmu minni frá þessu, var hún særð og hafði tekið sér
þessi svör nærri. Þetta var stórbrotin kona og bráðvel gefin, þó
fátæk væri. Eitt sinn að vorlagi kemur Eymundur til móður minn-
ar og biður hana að lána sér dreng, til að flytja hrognkelsi til
Hólmavíkur, til að selja. Það mál var auðsótt, og varð Guðmund-
ur bróðir fyrir því, þá 14 ára. Þeir fara af stað í góðu veðri að
93