Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 99
senda braginn og óskar eftir, ef fólk á í fórum sínum gamlar frá
sagnir eða ljóð, að það sendi það til athugunar og birtingar
Strandapóstinn.
/• /•
Maður kom hér, ef mann skyldi kalla,
bón biðja fer, bað nærri um hluti alla
gefðu mér selþvesti, gefið mér hníf,
gefðu mér hafmatarspóninn,
gefðu mér bita, að lengja mitt líf
lýsisskel, nýmjólk og grjónin.
Við erum þrjú, vantar fisk, hákarl og skötu.
Löngu lát þú, líka drukk með í fötu,
magál, svið, rikling, mjóleitan saumaþráð,
mig vantar hveitikorn í spæni,
nafar, sög, öxi, lampa mér Ijá
lítið er það, sem ég bæni.
Mig vantar tjöru, smér, tóbak og nálar,
tólg, baunir, ber, bita af spaði, skálar,
svuntu, skráp, peysu, háleista sokka, skó,
sélskinn, leður og fleira,
brennivín, steinbít, brauð, indigó
og bið þig um dálítið meira.
Laup, Ijá og der, líka súrmjólk í strokkinn,
keip, skrá og kver, konuna vantar rokkinn,
árar á, bátinn og eitt sauðarskinn,
ekki á ég hægt með að biðja
komdu með allsnægtir kunningi minn,
sem kann mig í búskapnum styðja.
Gef ríkur, salt, sýróp, pund kaffibauna.
Guðmundur allt gefur, engum að launa
97