Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 102
blakti varla hár á höfði og aldrei kom skúr úr lofti. Ingólfsfjörð-
ur lá spegilsléttur, en á honum flutu töluvert margir hafísjakar.
Hafís hafði borist að ströndinni veturinn áður. En þegar aðal-
ísinn rak burtu höfðu þessir hafísjakar orðið innlyksa til prýðis og
nokkurra nytja, því frá ísafirði komu öðruhvoru bátar um sum-
arið til þess að sæ.kja sér ís og klaka, sem auðtekinn var á jökun-
um. — Fátt gerðist öðru nýrra þennan tíma. Eg man þó, að eitt
sunnudagskvöld var haldið ball í samkomuhúsi við Ámes —
prestsetrið — og við fómm þangað nokkrir af yngri símamönn-
unum og dönsuðum þar til kl. 6 að morgni, en vomm þó komnir
kl. 7 út á línu fyrir botni Ingólfsfjarðar. Sólskin og hvítalogn var
þennan dag og má vera að okkur hafi eitthvað syfjað um dag-
inn. — — —
Það var mjög ánægjulegt að vinna þama þennan tíma. Okkur
var á ölluni bæjum tekið sem frekandi englum og dekrað við okk-
ur á allan hátt, eftir því sem föng vom til. Sendar út á línu fullar
vatnsfötur af mjólk. Bökuð fyrir okkur brauð og borið kaffi, þegar
hægt var að koma þvi við. Þegar línulögninni var að verða lokið,
var farið að huga að flutningi til næsta vinnustaðar, sem þegar var
ákveðinn á Holtavörðuheiði. Eða frá Borðeyri til Fomahvamms.
Þar var ekki urn að ræða nýja línu, heldur eftirht og viðgerðir.
Guðjón hreppstjóri á Eyri átti lítinn þilfarsbát, fimm tonna,
sem mig minnir að, héti Guðrún eða Gunna litla, sem ég mun
kalla þennan bát.
Guðjóni var mikið í mun, að fá starf fyrir bátinn og bauðst
til að flytja okkur og allan okkar farangur fyrir 250 krónur.
Þetta var nokkur upphæð þá. — Við fengum greiddar 9 krónur
á dag fyrir 10 tíma vinnu símamennimir. Þetta vom þó kostakjör
hjá því að vera í vegavinnu, sem þá var greidd með 7 krónum
fyrir daginn. —
Einari verkstjóra þótti þó báturinn heldur lítill til þessa flutn-
ings. Hann leitaði því fyrir sér með símtali til Hólmavíkur. Þar
var 10 tonna bátur í góðu standi m/b Geir, eign Hjalta Stein-
grímssonar. Þessi bátur var fáanlegur til flutningsins, en hann átti
að kosta 500 — fimm hundmð krónur, ef hann færi þessa ferð.
— Nú var úr vöndu að ráða. Einari verkstjóra hraus hugur
100