Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 104
stormurinn heldur aukist. Þegar við vorum lagstir fyrir akkeri
fram undan Gjögri var klukkan orðinn 11 — ellefu -—- að kvöldi
og við því búnir að vera 14 — fjórtán tíma — frá Ingólfsfirði
til Gjögurs. — Við höfðum haft litla kænu í togi.
Fóru þeir nú á henni í land Einar verkstjóri og Guðjón for-
maður við þriðja mann. Seinna voru allir menn fluttir í land á
kænunni. -—
Forráðamenn okkar fóru nú að leita fyrir sér um fyrirgreiðslu
og þá fyrst og fremst að fá fyrir okkur einhvem mat. Leitað var
til Jóns Sveinssonar, sem var helstur forystumaður og kaupmaður
á Gjögri um þessar mundir.
Vildi Jón og hans fólk allt fyrir okkur gera, sem hægt var,
biðum við nú matarins með miki'lli eftirvæntingu. Er nú frá
því að segja hvemig heimilisfólkið brást við til þess að bera okkur
öllum mat.
Fyrst var farið að sækja kind og slátra henni. Pottur settur yfir
eld og byrjað að sjóða. Tóku þessar athafnir nokkum tíma. Þá
var farið í næstu hús til þess að fá lánuð og safna saman matar-
ílátum, diskum og hnífapörum, svo allir gætu matast samtímis.
Er þar stytzt frá að segja, að kjötið var okkur borið ásamt
ágætri súpu, klukkan tvö um nóttina, og höfðum við þá ekki
fengið vott eða þurrt í 17 klukkutíma. Var nú rösklega tekið til
matar og hygg ég að lítið hafi verið eftir af kindarskrokknum,
þegar allir vom saddir. —
Að lokinni máltíð var gengið til hvílurúms. Var það hlaða hálf-
full af ilmandi heyi.
Sváfum við þar vel til næsta morguns. Þá vorum við kallaðir
inn til þess að drekka kaffi með smurðu brauði og var það af
öllum vel þegið. —
Þá var farið um borð í Gunnu litlu og sótt þangað matur, suðu-
áhöld og matarílát. Síðan var soðinn saltfiskur og súpa í fiskhúsi
niður við sjóinn.
Veður var sæmilegt, en þó strekkings norð-austan gjóstur. Ekki
leist Einari á að halda lengra áfram á Gunnu litlu. Símaði hann
nú til Guðmundar Hlíðdal símamálastjóra og spurði hann hvað nú
102