Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 105
skyldi til bragðs taka.
Varðskipið v.s. Þór — Fjöru-Þór — var um þessar mundir
statt á Húnaflóa við sjómælingar. Varð það nú ráð Hlíðdals, að
leita á náðir ríkisstjómarinnar og fá Þór lánaðan, til þess að skjóta
okkur til Borðeyrar. —
Upp úr hádegi var „Þór“ kominn inn á leguna og var nú far-
angurinn skjótlega færður milli skipa. Fór ekki mikið fyrir honum
um borð í því stóra skipi. Vomm við nú hólpnir að vera komnir
um borð í þennan farkost. Gekk okkur vel til Borðeyrar og vomm
komnir þangað eftir um það bil fjóra klukkutíma.
Um uppgjör Einars og Guðjóns, eftir ferðina á Gunnu litlu,
vissum við ekki. Nema við fréttum að heimferð Guðjóns á sínu
góða skipi hefði gengið vel.
Þegar til Borðeyrar kom var farangurinn fluttur í land og
tjaldað rétt fyrir ofan kauptúnið. — Sváfum vel um nóttina. —
Morguninn eftir kom Esja (Gamla Esja) til Borðeyrar. Voru
tveir okkar sendir með henni til baka til Hólmavíkur. Var það
Guðmundur Jónsson „bestmaður“ og ég.
Áttum við að ganga með símalínunni frá Hólmavík til Borð-
eyrar og dytta að staurum og vímm, eftir því sem við varð komið.
Ef ekki hefði staðið svona á ferðum Esju, hefðum við sjálfsagt
verið sendir „hina leiðina“ norður sýsluna. Þótti okkur nú heldur,
sem vel væri að okkur búið, að vera nú komnir í þetta fína far-
þegaskip og ferðast með því á kostnað ríkissjóðs.
Komum við svo til Hólmavíkur seinni part þessa dags og gist-
um þar um nóttina.
Að morgni næsta dags lögðum við svo af stað gangandi austur
sýsluna, hlaðnir þeim hlutum sem við þurftum á að halda til
viðgerðanna: Stauraskó, all væna hönk af símavír, nokkrar síma-
kúlur, benslavír, tengur og önnur smærri verkfæri.
Vorum við fjóra daga á leiðinni til Borðeyrar og gistum þann
tíma á þrem bæjum á þessari leið.
Ég man nú ekki lengur á hvaða bæjum við gistum, nema mið-
bærinn var Gröf í Bitru og bóndinn þar og símstjóri var Guð-
mundur Einarsson, sem þar bjó lengi síðan.
Það bar við morguninn eftir gistinguna í Gröf, að Guðmundur
103