Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 106
bóndi bar okkur þá fregn, að ágætur 6 vetra hestur hans hefði
skorist stórlega um nóttina.
Var gapandi opið sár þvert yfir brjóst hestsins, svo sem 20 cm
langt og gapti 5—6 sentimetra sundur.
Guðmundur bóndi var mjög felmtraður yfir þessu óhappi og
bjóst við að fella þyrfti hestinn vegna þessa sárs. Ég sagði að
eitthvað skyldum við nú reyna áður en til þess óheillaráðs væri
gripið.
Hesturinn var nú tekinn og lagður niður á slétta grasflöt.
Bundinn ramlega á öllum fótum, en þó reynt að láta fara sem
best um hann.
Ég þvoði nú sárið upp úr karbolvatni. Svo klipti ég niður eirvír
í hæfilega langa búta. Gerði síðan hvassa odda á báða enda vír-
spottanna. Síðan stakk ég þessum vírbútum að innan-verðu í sár-
barmana svo oddamir komu út um sárbarmana að utanverðu.
Þá þrýsti ég svo vel saman sárbörmunum sem ég gat, en sneri
síðan vírendana saman.
Svona náði ég sárinu all vel saman með fimm eða sex vírspott-
um. Þvoði síðan sárið að nýju upp úr karbólvatni. — Eins og
áður segir lukum við göngunni á fjórum dögum og komumst þá
í tjöldin á Borðeyri.
Lauk þar með þessari ferð frá Ingólfsfirði til Borðeyrar. —
Seinna frétti ég frá Guðmundi í Gröf, að hestinum hefði furðu
fljótt batnað og væri sárið vel gróið.
Var hesturinn síðan lengi góður gripur í búi bóndans. — Mörg-
um árum seinna hitti ég oft Guðmund í Gröf, — sérstaklega eftir
að hann fluttist til Reykjavíkur, á sínum efri árum, en sjaldan
bar fundum okkar Guðmundar svo saman, að ekki segði hann:
Manstu þegar þú bjargaðir hestinum? Síðan hefi ég alltaf verið
hreykinn af þessari ,,hrossalækningu“.
104