Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 107
I tuttugu ár
Á þungbúnu miSsvetrarkvöldi komu nokkrir Strandamenn
saman til fundar í Reykjavík. Athvarf höfðu þeir upp á hana-
bjálkalofti í Edduhúsinu við Skuggasund.
AHt voru þetta menn, sem flutt höfðu burt úr átthögunum, og
þá án efa í því augnamiði að komast í betra skiprúm á þjóðar-
skútunni.
Eflaust hefur þar einhverjum orðið að von sinni, en þó sýnst,
sem nokkru mætti á bæta ætti enginn ljóður að finnast á því ráði.
Tilefni þessa fundar var, að athuga um stofnun átthagafélags
fyrir Strandamenn búsetta í Reykjavík og byggðunum þar í
næsta nágrenni. Niðurstaðan varð sú að almennur fundur var
boðaður þann 6. febrúar 1953, og þá stofnað Átthagafélag
Strandamanna.
Félaginu var strax vel tekið, einkum af fólki, sem búsett hafði
verið um miðhluta sýslunnar og í innri hreppum hennar. Fólk úr
Ámeshreppi hafði áður haft einhvem vísi að félagsskap eða a.m.k.
komið saman til gleðifunda við og við.
Fyrsta stjómin var þannig skipuð:
Þorsteinn Matthíasson, kennari frá Kaldrananesi, formaður
Sigvaldi Kristjánsson, kennari frá Kjörseyri, féhirðir
Torfi Guðbrandsson, kennari frá Heydalsá, ritari.
Meðst jómendur:
Haraldur Guðmundsson, bifreiðarstj., frá Kollsá,
Magnús Guðjónsson, lögfræðingur, frá Hólmavík,
Bjöm Benediktsson, póstmaður frá Asmundamesi,
Ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri frá Eyri í Ingólfsfirði.
Ekki verður sagt, að verkefni félagsins væm stórbrotin til að
105