Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 109
undirbúningi þessa merka máls, stofnaði Byggðasafnsnefnd á veg-
um Atthagafélagsins og var þar unnið mikið og þarft verk, bæði.
með söfnun fjár og muna. Eiga þeir menn þakkir skilið, sem þar
að stóðu.
Það hefur jafnan verið sjónarmið þeirra, sem átthagafélaginu
stjóma, að hafa sem traustust tengsl við heimabyggðina. Þetta
hefur á margan hátt tekizt, en mætti þó betur vera t.d. fleiri
heimamenn senda Strandapóstinum efni.
Félagið hefur stofnað til sumarferðalaga og má telja þar til
mestra tíðinda ferðalag og hátíðahöld að Sævangi sumarið 1969
og ferð í Ámes sumarið 1972. Þama voru vel heppnaðir vina-
fundir og jafnframt aukin kynni milli fólksins sem burt er flutt
og þess sem heima býr.
Á síðasta vetri minntist félagið tuttugu ára líftíðar. Sú sam-
koma var fjölmenn og þótti vel takast.
Það mun vera svo í flestum félögum nú á dögum, að fram-
kvæmd og fyrirhyggja hvílir á fárra herðum — þeirra, sem í
fylkingarbrjósti standa. Hvað þetta snertir er Átthagafélag
Strandamanna sjálfsagt engin undantekning. Margir em fúsir til
að njóta sameiginlegra stunda og gefa gleði sinni svigrúm, en
telja tíma sínum á annan hátt betur varið, en standa í önn og
amstri við undirbúning slíkra funda. Þó má vera að fleiri ynnu
þar að, væm þeir til kallaðir.
Að engum mun ranglega vegið, þótt sagt sé, að þau feðgin,
Haraldur Guðmundsson og Guðrún dóttir hans, hafi um skeið
borið hita og þunga þeirra athafna sem átt hafa sér stað hjá átt-
hagafélaginu, og hygg ég, að óumdeilt sé, að þau haíi í hvívetna
reynst þeim vanda vaxinn. Hitt telst þó betur fara, að hverjum
þeim, sem ættir á að rekja á Strandir eða á þar sín æskuóðul,
renni svo blóðið til skyldunnar, að hann finni í því verkagleði
mesta, að vera í þessum félagsskap ekki síður veitandi en þiggj-
andi.
Ef til vill finnst sumum, að félagið hafi lítið afrekað á liðnum
starfsámm og þess sjáist lítil merki, að það hafi í tuttugu ár
107