Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 117
Helga Bjarnadóttir:
Erfið ferð
Árið 1924 átti ég heima á Sandnesi við Steingrímsfjörð. Þá var
það 6. febrúar, um miðnætti, að hringt var og ég beðin að koma
norður að Reykjarvík til konu, sem var að fæða í fyrsta sinn, hún
var komin yfir þrítugt og mátti búast við, að Í2eðing gæti dregist.
Langt v?cr að fara eða rúmlega 3 klst. ferð í góðu færi, en nú var
mjög siæm færð, þétt logndrífa hafði verið allan áðasta sólarhring
og hélt áfram um kvöldið og nóttina. Þannig hagar til, að frá
Sandnesi varð að fara yfir fjall er heitir Bjarnarfjarðarháls og
svo áfram niður Bjamarfjörð og út með honum að norðan og taka
þá við Balar, en þar er bærinn Reykjarvík.
Dalurinn upp frá Bjayiarfirði er samnefndur firðinum og heitir
Bjamarfjörður. Milli Bjamarfjarðar og Steingrímsfjarðar gengur
langur fjallrani er heitir Bjamarfjarðarháls og áður er nefndur.
Sandnes stendur við Steingrímsfjörð, sunnan undir Bjamarfjarðar-
hálsi.
Ég varð því að byrja ferð mína með því að fara yfir þennan
fjallgarð. Ég var þá gift og var maðurirm minn Einar Sigvalda-
son beðinn að fylgja mér yfir fjallið, norður í Bjamarfjörð, en
þar átti annar fylgdarmaður að koma á móti mér og fylgja mér
á leiðarenda.
Við Einar bjuggum okkur í skyndi, kvöddum heimilisfólkið
og sérstaklega litlu stúlkumar okkar, en sú yngri var aðeins fjög-
urra mánaða og á brjósti.
Við fómm ekki mjög greitt af stað, enda upp brekkur að
fara og sumar allbrattar, ófærð var mjög mikil og blind-muggu-
bylur. Við siluðumst áfram, þegar kom norður á fjallið vom engin
115