Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 17
Staðarkirkja í Steingrímsfirði,
í kringum árið 1950 eða
ef til vill fáum árum fyrr.
eigi fyrr en með nýrri löggjöf árið 1907 og launalögunum 1919.
Auðsætt er, að undir hinni eldri skipan hafa tekjur presta
yfirleitt verið allmisjafnar, bæði í hlutfalli við fólksfjölda hvers
prestakalls og þó einkum jarðeignir kirknanna. Þar eð slíkt er
ekki aðalathugunarefni þessa greinarstúfs, skal eigi langt út í
þá sálma farið, en þess eins getið í framhjáhlaupi, að 40
leigukúgildi Staðarkirkjujarða lögðu Staðarpresti til 80 fjórð-
unga (400 kg) smjörs á sumri hverju, auk sauðfjár (ær og
gemlingar) upp í landskuldir, sem rekið var heim að Stað á
vorin. Síðast en ekki sízt voru svo lambsfóðrin, þ.e. prestslömb-
in, en þau voru 50 að tölu í Staðarprestakalli.
Fyrstir Staðarpresta, sem sögur fara af, eru Jón Brandsson
(d. 1211) og Bergþór (d. 1232) sonur hans. Er frá þeim sagt í
Sturlungu (Utg. 1946, 1. bls. 52 o.v.). Séra Jón var nátengdur
Sturlungum, átti Steinunni dóttur Hvamm-Sturlu fyrir konu.
Jón prestur Brandsson bjó fyrr á Reykhólum, og hefur því ef
til vill verið eitthvað í ætt við Reyknesinga hina fornu,
afkomendur Úlfs skjálga landnámsmanns, er nam Reykjanes
allt milli Þorskafjarðar og Hafrafells (Landn.útg. 1968, bls.
160). A höfuðbóli ættarinnar Reykhólum bjó síðastur þeirra
kynsmanna í beinan karllegg, Ingimundur prestur Einarsson,
sem um Olafsmessuskeið árið 1119 hélt þar brúðkaupsveizluna
miklu, er víðfræg hefur orðið á síðari tímum vegna sagna-
skemmtunar þeirra, Ingimundar og Hrólfs bónda frá Skálmar-
nesi. (Sturl. 5tg. 1946, 1. bls. 27).
15