Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 18
Þegar fyrrnefndir feðgar, Jón og Bergþór, eru frá taldir líða
margar aldir án þess að svo sem neitt sé kunnugt um
Staðarpresta, utan eitt og eitt nafn, sem geymzt hefur í
fáskrúðugu skjalasafni miðalda.
En vorið 1692 fær guðfræðingur frá Hafnarháskóla, Jón
Arnason að nafni, svonefnt konunglegt vonarbréf fyrir Staðar-
prestakalli í Steingrímsfirði. Næstu þrjú ár er hann kennari
(heyrari) við Hólaskóla og síðan skólastjóri (rektor) við sama
skóla, unz hann vígist til Staðar árið 1707. Fimmtán árum
síðar, þ.e. 1722, veitir konungur honum Skálholtsbiskups-
dæmi, næstum á eftir Jóni biskupi Vídalín, sem andazt hafði á
ferðalagi sumarið 1720. Fyrir margra hluta sakir mun Jóns
Árnasonar jafnan verða getið meðal merkustu biskupa Skál-
holtsstiftis. (Sjá t.d. ísls.Msj.VI. bls. 148-163). Hann var hinn
hagsýnasti búhöldur og varð maður auðugur. Hann styrkti
marga efnilega námsmenn og gaf iðulega þurfamönnum fé í
guðsþakkarskyni. Ennfremur gaf hann fátækum kirkjum bæði
skrúða og aðra fjármuni, sem talið er að á þeirri tíð hafi numið
a.m.k. 1400 ríkisdölum. Rauða altarisklæðið, með ártalinu
1722, sem um langan aldur hefur prýtt altari Staðarkirkju og
gerir það enn í dag, má álíta hér um bil víst að sé gjöf frá séra
Jóni Árnasyni, þá er hann hvarf frá Stað til þess að taka við
biskupsdómi í Skálholti. Það verður þó eigi sannað með öðru
en fyrrnefndu ártali (1722), því að hvorki er þess getið í
vísitazíum né öðrum opinberum skjölum, svo að mér sé
kunnugt. Á klæðinu miðju ásamt ártalinu er hin alþekkta
latneska skammstöfun á heiti Krists, þ.e.I.H.S (Jesus
hominum salvator, Jesús frelsari mannanna), en auk þess eru
þar stafirnir. I.A.S.C.E og D, sem eigi er nú vitað hvað þýða.
Nema ef svo skyldi vera, að þetta séu upphafsstafir Jóns
biskups og konu hans Guðrúnar Einarsdóttur biskups Þor-
steinssonar. Minnir mig í því sambandi, að stafurinn C sé
orðinn máður og lítt greinilegur og gæti ef til vill allt eins
verið G.
Þegar séra Jón Árnason varð biskup kom yngri prestur að
Stað, ca. um það bil þrítugur að aldri, það var séra Halldór
16