Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 18

Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 18
Þegar fyrrnefndir feðgar, Jón og Bergþór, eru frá taldir líða margar aldir án þess að svo sem neitt sé kunnugt um Staðarpresta, utan eitt og eitt nafn, sem geymzt hefur í fáskrúðugu skjalasafni miðalda. En vorið 1692 fær guðfræðingur frá Hafnarháskóla, Jón Arnason að nafni, svonefnt konunglegt vonarbréf fyrir Staðar- prestakalli í Steingrímsfirði. Næstu þrjú ár er hann kennari (heyrari) við Hólaskóla og síðan skólastjóri (rektor) við sama skóla, unz hann vígist til Staðar árið 1707. Fimmtán árum síðar, þ.e. 1722, veitir konungur honum Skálholtsbiskups- dæmi, næstum á eftir Jóni biskupi Vídalín, sem andazt hafði á ferðalagi sumarið 1720. Fyrir margra hluta sakir mun Jóns Árnasonar jafnan verða getið meðal merkustu biskupa Skál- holtsstiftis. (Sjá t.d. ísls.Msj.VI. bls. 148-163). Hann var hinn hagsýnasti búhöldur og varð maður auðugur. Hann styrkti marga efnilega námsmenn og gaf iðulega þurfamönnum fé í guðsþakkarskyni. Ennfremur gaf hann fátækum kirkjum bæði skrúða og aðra fjármuni, sem talið er að á þeirri tíð hafi numið a.m.k. 1400 ríkisdölum. Rauða altarisklæðið, með ártalinu 1722, sem um langan aldur hefur prýtt altari Staðarkirkju og gerir það enn í dag, má álíta hér um bil víst að sé gjöf frá séra Jóni Árnasyni, þá er hann hvarf frá Stað til þess að taka við biskupsdómi í Skálholti. Það verður þó eigi sannað með öðru en fyrrnefndu ártali (1722), því að hvorki er þess getið í vísitazíum né öðrum opinberum skjölum, svo að mér sé kunnugt. Á klæðinu miðju ásamt ártalinu er hin alþekkta latneska skammstöfun á heiti Krists, þ.e.I.H.S (Jesus hominum salvator, Jesús frelsari mannanna), en auk þess eru þar stafirnir. I.A.S.C.E og D, sem eigi er nú vitað hvað þýða. Nema ef svo skyldi vera, að þetta séu upphafsstafir Jóns biskups og konu hans Guðrúnar Einarsdóttur biskups Þor- steinssonar. Minnir mig í því sambandi, að stafurinn C sé orðinn máður og lítt greinilegur og gæti ef til vill allt eins verið G. Þegar séra Jón Árnason varð biskup kom yngri prestur að Stað, ca. um það bil þrítugur að aldri, það var séra Halldór 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.