Strandapósturinn - 01.06.1974, Qupperneq 22
Þorsteinsson prest í Vatnsfirði, sem á sinni tíð mun hafa verið
helzti ef ekki eini listmálari og dráttlistarmaður þjóðarinnar.
Þá skal að síðustu minnst á altaristöfluna, sem er allforn
svonefnd vængjatafla, en vængirnir nú brotnir af og sennilega
týndir fyrir löngu, verður því eigi vitað hvað á þeim hefur
verið. Miðhluta töflunnar, sem enn er við lýði, er skipt í þrjá
myndfleti, á miðfletinum er mynd af kvöldmáltíðinni, á
fletinum til vinstri handar er skírn Jesú, en til hægri handar
af himnaför hans eða uppstigningu. Taflan er máluð á tré í
frekar dimmum litum, og er hún efalítið erlent verk. Aldur
hennar veit ég ekki, en sjálfsagt er hann nokkuð hár.
Nú er Staðarprestakall ekki lengur til, aðeins Staðarsókn og
hún mjög fámenn orðin, að því er ég bezt veit. Fram til ársins
1855 var á Stað torfkirkja, sem þá var jöfnuð við jörðu og
núverandi timburkirkja reist á rústunum. Yfirsmiður hennar
var Sigurður snikkari Sigurðsson, faðir Stefáns skálds frá
Hvítadal. Á næsta ári (1975) er Staðarkirkja því 120 ára
gömul og að ýmsu leyti hrörleg orðin, þar sem fullnægjandi
viðhald mun hafa skort hina seinni áratugi, eftir að sóknarfólki
fækkaði stórlega.
Bæði fyrr og síðar er það sízt einsdæmi, hvorki á Vestfjörð-
um né annars staðar á landinu, að byggð manna færi sig um
set jafnvel í svo stórum stíl, að fjölmennar sveitir verða
mannauðar á fáum árum.
Einhver tilfærsla mannabyggðar á ári hverju mun jafnan
hafa átt sér stað, allar þær aldir, sem Islendingar hafa búið í
landi sínu.
Ljóst er, að gífurlega breyttir lífs- og lifnaðarhættir síðustu
30-40 ár hafa raskað fornu jafnvægi íslenzkrar landsbyggðar í
svo miklum mæli, að á nokkrum stöðum hafa skapazt
þjóðhags- og félagsleg vandamál um stundar sakir. Um slíkt
ber ekki að fást, því að straumur tímans verður hvorki
stöðvaður né færður í sinn fyrri farveg. Þrátt fyrir það er eigi
þörf á, að hann færi mjög skyndilega í kaf öll verðmæti hinnar
„öldruðu sveitar“ allra tíma, enda mun það hvergi eiga sér
stað meðal menningarþjóða. Margvísleg söfn og safngripir um
20
J