Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Síða 26

Strandapósturinn - 01.06.1974, Síða 26
spori er á lá. Áður fyrr höfðu vörður verið á stangli frá Kúvíkum og upp á heiði, og mun það hafa verið póstleið á þeim tímum, en þeim var ekki haldið við og voru því er fram liðu stundir óglöggur vegvísir, enda æ fleiri, er lögðu leið sína að og frá Kjós. Að vetrarlagi var oftast farið að Sunndal (síminn lá þangað eftir að hann kom) og yfir Bjarnaríjarðar- háls að Sandnesi. Þar stóðu öllum opnar dyr, jafnt að nóttu sem degi hjá þeim heiðurshjónum Guðbjörgu Einarsdóttur og Sigvalda Guðmundssyni og fyrirgreiðsla í té látin, flutningur til Hólmavíkur, eða lánaður bátur, eftir því sem með þurfti hverju sinni. Þegar ég man fyrst til mín og áður en heiðin var vörðuð, var það eigi ótítt er sækja þurfti meðul, að komið var að Kjós og faðir minn beðinn að fara með sjúkdómslýsinguna og koma með lyf til baka. Beið þá maðurinn í Kjós á meðan. En þetta breyttist eftir að heiðin var vörðuð, eftir það var hún ekki slík torfæra og áður var. Samt þurfti dugnað og harðfylgi í vetrarferðum og völdust því í þessar ferðir hraustir menn, enda lentu læknisferðir á sömu mönnunum hvað ofan í annað. Það var venja að komast undir heiðina og gista í Kjós, taka svo daginn snemma, þó í skammdegi væri, birtan var þó í hönd og oft vildi svo til, að sá hinn sami slapp inn af heiðinni áður en veður versnaði, væri um það að ræða. Gæfist veðrið hinsvegar vel, gat komið til mála að komast til baka aftur, en ýmsar tafir urðu oft og tíðum, svo sem að læknir var ekki heima, og gat þá dregist í tímann lengur eða skemur. Á meðan Guðmundur Scheving var læknir á Hólmavík, man ég ekki eftir að hann kæmi norður yfir heiði að vetrarlagi, en að sumarlagi var hann á ferð nokkrum sinnum, og var eitt sinn sóttur frá Kjós, er Jónína Guðmundsdóttir frá Skarði í Bjarnarfirði datt af hestbaki og handleggsbrotnaði. Eins og kunnugt er, varð Magnús Pétursson læknir á Hólmavík árið 1909. Hann var ágætur læknir, skyldurækinn svo af bar og göngugarpur. Hann gisti marga nótt í Kjós, þá oftast á bakaleið. Fór hann þá af stað ekki seinna en kl. 6 að morgni. Þegar hann var á leið norður, hafði faðir minn alltaf til bát að flytja hann yfir að Naustvík og ekki var látið standa á greiða svo tafir yrðu sem minnstar. Á þessum árum gengu 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.