Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 27
Kjósarbœrinn séður að framan
margar veikjur, svo sem barnaveikin, sem þó var aldrei eins
skæð í Árneshreppi og víða annarsstaðar. Átti margt barnafólk
um sárt að binda af hennar völdum. Svo stakk taugaveiki sér
niður og var erfið viðfangs, auk annara kvilla, sem ávallt
gengu, þar á meðal kíghósti, sem lagðist oft þungt á börn og
jafnvel fullorðna. Læknis var því oft þörf og þar sem aldrei
stóð á honum að fara, urðu ferðirnar margar. Það var ekki
venja þá að nota hesta að vetrarlagi, og aðeins einu sinni kom
Magnús læknir á hesti yfir heiðina. Það var veturinn 1915, þá
fór hann tvær ferðir í sömu vikunni norður að Bæ í Trékyllis-
vík til Hallfríðar Guðmundsdóttur, sem þá lá veik, en ekki var
auðið að bjarga. Hún var kona á besta aldri. Þetta vor 1915 og
sumar dóu margir í Árneshreppi, flestir úr lungnabólgu, sem
virtist skæður faraldur. Þess má geta, að þá fyllti hafís víkur og
voga og var kuldatíð fram eftir vori, enda talið, að af því
stafaði hið vonda heilsufar. Fyrstur dó sóknarpresturinn, séra
Böðvar Eyjólfsson, á síðasta vetrardag, þar næst dó faðir minn
25