Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 29
Jón Samsonarson frá Finnboga-
stöðum. Fór 12 læknisferóir yfir
Trékyllisheiði á einum vetri, en
mun hafa farið um eða yfir 100
læknisferðir alls. Sjá Hrakning-
ar og heiðarvegir bls. 90.
Sæmundur Guðmundsson frá
Byrgisvík. Fór 15 ára gamall
fimm lœknisferðir yfir Trékyllis-
heiði og lá eitt sinn úti á barmi
Svartagils. — Fór fjöldamargar
læknisferðir yfir heiðina.
þekkja til, er þverhnýpt fram af brúninni, en hundurinn
ýlfraði og meinaði honum að halda áfram. Sæmundur fór sjö
ferðir þennan vetur, flestar upp frá Kúvíkum, en þar átti hann
heima. Var hann þá 15 ára að aldri, en kjarkmikill og
duglegur. Veturinn 1917 lágu úti á heiðinni þeir Oli Peturs-
son og Kristmundur Guðmundsson. Þeir voru á leið norður og
voru komnir niður í Kjósarlægðir, er skellti á sorta byl og
dimmt orðið af nóttu svo þeir sáu ekki aðra leið færa en að
grafa sig í snjó. Þegar birta tók rofaði til og héldu þeir þá
áfram og komust heilir að Kjós. Hafði þá ekkert sakað, því
frost var ekki að því skapi mikið.
Veturinn 1920 var með eindæmum snjóa- og hrakviðrasam-
ur. Var þá oft, þó lagt væri að morgni á heiðina í allgóðu
veðri, að veður spilltist á svipstundu, svo menn snéru við
norður af aftur, væru þeir ekki komnir það langt áleiðis. Ef
komið var upp á háhraun þegar skellti á, gat verið af tvennu
27