Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 30
illu betra að halda áfram, ef um norðaustan átt var að ræða.
Þá var þó undan veðri að halda og vænta mátti betra veðurs
inn af. Enginn vissi um afdrif manna og því óttast um þá ef
veðrið versnaði. Var þá reynt að reikna út hvað langt þeir
hefðu verið komnir, þegar veðrið breyttist, og ef niðurstaðan
var hagstæð, þá var líðan þeirra, er heima þreyðu, betri. Þetta
þykir nú kannski fáfengilegt nú á tímum, þegar sími er á
hverju heimili og hægt er að fylgjast með ferðum fólks að heita
má skref fyrir skref.
A þessum tímum var því ekki til að dreifa, heldur varð að
bíða milli vonar og ótta að vel færi og sem betur fór var oftast
sú raunin á, að allt gekk slysalaust. Það var þennan vetur sem
nokkrir menn lentu í ofsaveðri norðan til á heiðinni, þeir
komu frá Hólmavík, voru að sækja þangað lopa, sem settur
hafði verið þar upp. Komust þeir við illan leik að Kjós og
Djúpuvík, þrekaðir mjög. Það var komið fram á vetur, þegar
þetta gerðist.
Heldur var beðið veðurs undir heiðinni í 2 til 3 daga, en að
fara Bala, sem þótti mesta neyðarúrræði. Helst voru það
Gjögrarar að fara í ver vestur að Djúpi. Létu þeir þá flytja sig
að Kjós og ætluðu sér svo á heiðina að morgni og alla leið að
Kleppustöðum fremsta bæ í Staðardal, svo yfir Steingríms-
fjarðarheiði að Arngerðareyri og þaðan með Djúpbátnum til
Isaijarðar.
En þessi áætlun stóðst síður en svo, þó það kæmi fyrir, hitt
var eins oft að bíða varð veðurs, fyrst í Kjós, svo aftur undir
Steingrímsfjarðarheiði.
Eftir páska 1915 voru fjórir menn frá Gjögri veðurtepptir í
þrjá daga, alltaf var ófært heiðarveður, svo fjórða daginn var
bjartviðri og var þá hið bráðasta tygjað sig af stað. Einn
þessara manna var Lýður á Víganesi. Um morguninn segir
Lýður. „Mig var að dreyma mömmu sálugu í nótt.“ Svo var
ekki meir um það, en faðir minn og Pálína móðir Lýðs voru
systkini. Þeir sáust ekki aftur faðir minn og Lýður, en með
þeim var mjög kært. Pabbi fylgdi þeim upp á Hraun og bar
fyrir þá pjönkur þeirra, er að vísu voru ekki miklar, en sigu í
alla þessa löngu leið. Lýður réri í Bolungarvík þessa vertíð,
28