Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 39
Jón Kristjánsson:
Kornforðabúr
Bæjarhrepps,
Strandasýslu
Er ég sting niður penna til þess að skrá sögu kornforðabúrs-
ins í Bæjarhreppi, vil ég geta þess að gjörðabækur hreppsins
frá þeim tímum er þetta var á dagskrá gefa mjög takmarkaðar
upplýsingar um tildrög að stofnun þess og ekki er heldur (ar
að finna heimildir fyrir því hvaða maður það var er átti
hugmyndina að stofnun kornforðabúrsins.
Framkvæmd málsins var fyrst og fremst í höndum þáver-
andi sveitarstjórnar.
Þeir góðu menn, er á þeim tímum veittu sveitarfélaginu
forstöðu, hafa sennilega talið annað þarfara en að sitja við
skriftir og því bókað sem minnst, enda orðið að vinna hörðum
höndum langan vinnudag til þess að sjá sér og sínum farborða.
Þetta voru menn athafna og framþróunar, en engir málsskrafs-
menn eða skriffinnar. Við seinni tíma menn, sem lifum á öld
skriffinnskunnar, finnum sárt til þess að hafa ekki traustar
heimildir um það, sem helst var á dagskrá á fyrri tímum.
Stofnun kornforðabúrs, sem hér er greint frá, er í raun og
veru stórmerkur atburður og ég þekki engin dæmi um
hliðstæðar framkvæmdir til tryggingar gegn fóðurskorti frá
þeim tímum. Framkvæmd þessi er táknrænn vitnisburður um
framsýni og ábyrgðartilfinningu þeirra manna, er að þessu
stóðu. Þeirra mat hefur verið, að lífsnauðsyn væri að eiga á
37