Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 56
telja að því mikla eftirsjá, að spilin skyldu ekki vera gefin út.
Það er æði margt sem hægt er að setja á spil, og hafa
margsinnis verið gerð slík spil sem þessi og gefin út Má í því
sambandi t.d. nefna spil með skopmyndum af enskum stjórn-
málamönnum frá því árin 1885 og 1886. í þýzku löndunum
er einnig mikið til af slíkum ,,karikatur“ á spilum, og víða um
lönd. Spil Tryggva mætti að sjálfsögðu gefa út ennþá og kenna
þau við þann tíma, sem þau eru frá. Það skilja væntanlega
allir, að látnir menn eru ekki toppmenn í dag, og auðvitað yrði
hvorki Bjarni Benediktsson hafður á drottningu nú, né Har-
aldur Guðmundsson á kóngi, svo eitthvað sé nefnt.
Teikningarnar eru í varðveizlu Eymundar bróður Tryggva,
og vonandi glatast þær ekki eins og svo margt annað.
Margir eru þeir listamenn orðnir sem teiknað hafa spil,
sumir nokkrar gerðir. En ég tel vafasamt að nokkur hafi látið
eftir sig meiri fjölbreytni og betra handbragð í þessum efnum
en Tryggvi Magnússon. Spilaútgáfa hér á landi hefur aldrei
verið nema nafnið eitt, svo að ekki gat orðið til mikils að vinna
fyrir listamenn okkar á því sviði. Raunar mun Tryggvi hafa
teiknað bæði Fornmannaspilin og Taflmannaspilin að annarra
beiðni. En Toppmannaspilin hefur hann gert að eigin frum-
kvæði. A það má benda, að flestir láta sér nægja að teikna
aðeins helmingamynd af hverju spili sem svo er prentuð til
beggja enda, nefnilega tvær hálfmyndir, báðar eins. En
Tryggvi teiknar tvennt af öllu og notar þannig möguleikana
helmingi betur en flestir aðrir. Ur þessurn þremur spilagerðum
hans mætti því gera sex mismunandi pakka, eftir því sem
venjulegast er.
54