Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 62
bæjarstjórn ísafjarðar og gegndi ennfremur ýmsurn öðrum
trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið. Eiríkur var traustur maður
og farsæll í störfum. A síðustu áratugum 19. aldar tóku
,,spekúlantsskip“ að sigla á Steingrímsfjörð og lágu þá á
Skeljavík. Það er svo árið 1895 að Björn Sigurðsson kaupmað-
ur í Skarðstöð við Breiðaíjörð, byggir timburskúr á sandrifi því
sem gengur norður í fjörðinn frá svokölluðum Borgum í
Kálfaneslandi. Byrjaði hann að versla þarna um haustið. En
hvernig svo sem á því stóð þá seldi hann skúrinn og
vörulagerinn árið eftir. Kaupandi var R.P. Riis kaupmaður á
Borðeyri. R.P. Riis kaupmaður byrjar þarna að versla og lætur
byggja allstórt íbúðar- og verzlunarhús árið 1897. Hann ræður
sér innlendan verzlunarstjóra, Jón Finnsson frá Kálfanesi. Jón
hafði um nokkur sumur áður unnið við vöruafgreiðslu í
,,spekúlantsskipum“ þeim er lágu á Skeljavík.
f öðrum enda vöruskúrsins, sem fyrst var byggður á
Hólmavík, var afþiljað herbergi. Var það ætlað afgreiðslu-
manni til bókhalds og næturgistingar ef með þyrfti, en þá voru
engar byggingar komnar þarna aðrar. Þegar Anna Einarsdótt-
ir flytur til Hólmavíkur, þá fær hún til íbúðar þetta herbergi í
skúrnum, að vísu fyrst með einhverjum takmörkunum. Hún er
t.d. ekki alltaf ein þar fyrstu árin, en fljótlega mun hún þó
hafa fengið öll yflrráð yflr þessu húsnæði. Hún á þarna heima
í a.m.k. 20 ár og líklega þó heldur lengur. Ég man eftir því, að
þar bjó a.m.k. stundum önnur kona með henni. Á milli rúma
þeirra mun hafa verið rúmur meter og frá fótagafli þeirra að
milliþili álíka langt. Auk þess var svo geymslukompa til hliðar
við innganginn að herberginu.
Ég minnist þess þegar ég í mörg ár var í sláturvinnu hjá
þessari verzlun á haustin eða annarri vinnu á öðrum árstím-
um, t.d. uppskipun á vörum, að þá var helsta athvarf okkar
sveitamanna í skúrnum hjá Onnu. Hún var í sláturvinnunni
með okkur og líka í flestri annarri vinnu sem til féll hjá
verzluninni. Hún hitaði okkur kaffl, sem ég held að verslunin
hafi lagt til. Mat urðum við að hafa með okkur að heiman, eða
þá að sjóða okkur bita í svefnlofti okkar, ef við þá höfðum
eitthvað til að sjóða. Svefnloft okkar var gamalt íshúsloft, að
60