Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 67

Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 67
sem og flest um borð í þessum bát á þeim árum. Þetta meðal annars styrkti vináttu okkar og fjölskyldnanna. María Sigurbjörg Helgadóttir hét hún fullu nafni, var fædd f5. apríl f890, dáin f4. janúar 1966. Foreldrar hennar voru Helgi Kárason, Kjartanssonar bónda í Goðdal frá f 892-95, og kona hans Jónína Sigríður Jónsdóttir, Guðmundssonar frá Asparvík. Flest okkar sem fullorðin eru munum eftir eða könnumst við harmsöguna miklu, þá er snjóflóð féll á bæinn í Goðdal í desembermánuði f948, með þeim afleiðingum að allt heimafólk þar, er heima var fórst, utan húsbóndinn Jóhann Kristmundsson. Honum einum var bjargað lifandi úr rústum húss og snjódyngju eftir fjóra sólarhringa. Er sá atburður flestum í fersku minni og þar sem um það var skrifað, mun ég ekki rifja það upp hér. En það hafa fleiri harmsögur gerst í Goðdal og ætla ég hér aðeins að rifja upp þá sviplegu atburði er þar gerðust fyrir tæpum 90 árum. Heimildir mínar þar um, er að finna í bókinni frá ,,Djúpi og Ströndum“ eftir Jóhann Hjaltason kennara og fræðimann. Árið 1885 búa í Goðdal hjón með sjö börn. Hjón þessi voru Kári Kjartansson, fæddur 12. júní 1835 og dáinn 21.okt. 1887 og kona hans María Eyjólfsdóttir frá Gilsstöðum, Isakssonar, dáin 7. júlí 1885, 50 ára. Elsta barn þeirra hjóna var þá 18 ára dóttir sem Karólína hét, en yngsta barnið var 6 ára. I júlíbyrjun þetta ár gerir norðan áhlaupsvetur með bleytuhríð og snjókomu til dala og fjalla, en slyddu og stórrigningu við ströndina. I þessu veðri varð María úti við að bjarga kvíaám í hús, en fráfærur voru þá nýafstaðnar. Kári bóndi hennar var, er þetta skeði, við sjóróðra norður á Gjögri og tveir elstu synir þeirra hjóna, Helgi og Magnús, voru að störfum yfir í Sunndal. En þrátt fyrir þennan veðurofsa svo og það, að ár voru ófærar yfir að fara, þá braust Helgi heim. Hann komst árnar á snjóbrú í botnum dalanna Sunndals og Goðdals. Þegar svo Helgi kemur heim um miðjan dag, þreyttur og blautur, þá voru fjögur systkini hans heima, en móðir hans og einn bróðir, Sigurður 10 ára, höfðu farið á eftir kvíaánum og ætlað að koma þeim heim og í hús. Veður hafði versnað, en móti því var að sækja til heimferðar með ærnar. 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.