Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 67
sem og flest um borð í þessum bát á þeim árum. Þetta meðal
annars styrkti vináttu okkar og fjölskyldnanna.
María Sigurbjörg Helgadóttir hét hún fullu nafni, var fædd
f5. apríl f890, dáin f4. janúar 1966. Foreldrar hennar voru
Helgi Kárason, Kjartanssonar bónda í Goðdal frá f 892-95, og
kona hans Jónína Sigríður Jónsdóttir, Guðmundssonar frá
Asparvík. Flest okkar sem fullorðin eru munum eftir eða
könnumst við harmsöguna miklu, þá er snjóflóð féll á bæinn í
Goðdal í desembermánuði f948, með þeim afleiðingum að allt
heimafólk þar, er heima var fórst, utan húsbóndinn Jóhann
Kristmundsson. Honum einum var bjargað lifandi úr rústum
húss og snjódyngju eftir fjóra sólarhringa. Er sá atburður
flestum í fersku minni og þar sem um það var skrifað, mun ég
ekki rifja það upp hér. En það hafa fleiri harmsögur gerst í
Goðdal og ætla ég hér aðeins að rifja upp þá sviplegu atburði
er þar gerðust fyrir tæpum 90 árum. Heimildir mínar þar um,
er að finna í bókinni frá ,,Djúpi og Ströndum“ eftir Jóhann
Hjaltason kennara og fræðimann.
Árið 1885 búa í Goðdal hjón með sjö börn. Hjón þessi voru
Kári Kjartansson, fæddur 12. júní 1835 og dáinn 21.okt. 1887
og kona hans María Eyjólfsdóttir frá Gilsstöðum, Isakssonar,
dáin 7. júlí 1885, 50 ára. Elsta barn þeirra hjóna var þá 18 ára
dóttir sem Karólína hét, en yngsta barnið var 6 ára.
I júlíbyrjun þetta ár gerir norðan áhlaupsvetur með
bleytuhríð og snjókomu til dala og fjalla, en slyddu og
stórrigningu við ströndina. I þessu veðri varð María úti við að
bjarga kvíaám í hús, en fráfærur voru þá nýafstaðnar. Kári
bóndi hennar var, er þetta skeði, við sjóróðra norður á Gjögri
og tveir elstu synir þeirra hjóna, Helgi og Magnús, voru að
störfum yfir í Sunndal. En þrátt fyrir þennan veðurofsa svo og
það, að ár voru ófærar yfir að fara, þá braust Helgi heim.
Hann komst árnar á snjóbrú í botnum dalanna Sunndals og
Goðdals. Þegar svo Helgi kemur heim um miðjan dag,
þreyttur og blautur, þá voru fjögur systkini hans heima, en
móðir hans og einn bróðir, Sigurður 10 ára, höfðu farið á eftir
kvíaánum og ætlað að koma þeim heim og í hús. Veður hafði
versnað, en móti því var að sækja til heimferðar með ærnar.
65