Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 68

Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 68
Lagði Helgi af stað til að leita að móður sinni og bróður. Er hann fann þau var móðir hans nær króknuð úr kulda, svo að vart mátti hún mæla, en barninu hafði hún bjargað með því að færa sig úr foturn til þess að skýla því með. Tók Helgi móður sína og bar hana ýmist í fanginu eða á bakinu, en bróðir sinn leiddi hann. Komst hann loks heim eftir torsótta og erfiða ferð, en þá var móðir hans látin. Drenginn sakaði hins vegar ekki. Er þetta skeður er Helgi tæpra 16 ára og má því með sanni segja að þar fari þegar æðrulaust þrekmenni. Þetta afrek hans, sem og margra annarra, er óskráð, nema þá sem saga í sögunni. Er hér á ferðinni Helgi faðir Maríu, konunnar sem þessi minningabrot eru helguð. Kári og María, sem voru búendur í Goðdal þá er þetta skeði, eru því afi hennar og amma. En þrátt fyrir þetta áfall, sem Kári bóndi varð fyrir, er hann missti konu sína svo snögglega, þá hélt hann áfam búskap í Goðdal og stóð nú elsta dóttir hans, Karólína, fyrir búi með honum. Á öðru ári frá dauða Maríu, veiktist þessi dóttir hans og tveir synir og létust þau öll þrjú með stuttu millibili. Nokkrum mánuðum seinna lést Kári bóndi snögglega, rúmlega fimmtugur að aldri. Var þar með lokið búskap þessarar fjölskyldu í Goðdal. Hún hafði búið þar um 10 ára skeið og eitt barn hafði þeim fæðst á þeim tíma. Fjölskyldan hafði sótt þangað harm á harm ofan og nú fóru þessi fjögur systkini sem eftir lifðu og voru á unglings og barnsaldri á víð og dreif, sem algengt var á þeim tíma, undir álíka kringumstæðum. Ýmsar sögur og sagnir mynduðust og gengu manna á meðal, um þennan mikla og óvenjulega mannadauða úr einni og sömu ljölskyldunni á svo skömmum tíma. Sumar þessara sagna voru með allmiklum þjóðsagnablæ. Aðrar voru heimfærðar til hulinna afla, og enn aðrar til álaga eða dulmögnunar. Helgi, faðir Maríu og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, bjuggu í Goðdal sem fyrr segir frá 1892-95, en fluttust þá inn í Hrófbergshrepp og þar lést Helgi tveimur eða þremur árum seinna, ekki þrítugur að aldri. Þau hjón áttu þá tvö börn, Maríu og Sigurð og kom í hlut Sigríðar móður þeirra að sjá sér og þeim fyrir framfærslu. Mun henni hafa tekist það vel með 66
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.