Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 70

Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 70
dugnaðarmaður. Hann var eitt mesta hraustmenni, sem ég hef kynnst. Hann lagði jafnan nótt við dag, ef svo bar til með vinnu og hann átti þá oft fáar hvíldarstundir. En einmitt þegar svo var fannst mér að honum liði best. Þannig var áhuginn hjá honum á meðan þrekið var óbilað. Nú er þessi aldni halur búsettur á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík. Ég held að hann uni hag sínum vel og bíði endurfundanna við vini og vandamenn, sem vera ber. Sem fyrr segir þá var María hógvær í lífi sínu og starfi. Hún var hlédræg í eðli og raun og hún var traustur vinur vina sinna. Starfssvið hennar eftir að hún giftist var einkum innanhúss. Þau skyldustörf sín við börn og heimili rækti hún af alúð og umhyggju. Enda bera börn hennar líka greinilega merki um það. Öll sín verk vann hún í kyrrþey og athöfnum hennar fylgdi góðhugur og mannleg hlýja. Því vissu oft fáir um framvindu mála frá hennar hendi og um margt voru þau hjón mjög samstæð í ákvörðun mála. Því var hjónaband þeirra svo jákvætt um líf og lífsviðhorf barna þeirra sem raun ber vitni. Oft er æfistarf manna að leiðarlokum mælt og metið í krónum. Lífshamingju manna og fjölskyldna er þó að því er ég ætla ekki hægt að meta á þann mælikvarða. Enginn flytur verðmæti í krónum með sér til annars lífs. Bestu verðmæti hvers þjóðfélags er gott, traust og starfsamt fólk. Fólk með góða arfleifð. Vel uppalið fólk sem menntað er til samræmis við störf þau er það tekur sér fyrir hendur. Þetta fólk verður aldrei metið til verðmæta í krónum. Það er hornsteinn þjóðfélagsins. Arfleifð þess er góð og margt af menningu þess er meðfætt sem og margir aðrir hæfileikar. Þetta þróast og þroskast í skóla lífs og samfélags. Lífið er oft strangur skóli, en oft er það samt besti skólinn og raunhæfasti. Ég ætla að þeim Maríu og Ingimundi hafi tekist að skila þjóðfélaginu þeim verðmætum, sem öllum eru meiri og þar á ég við börn þeirra. Öll hafa þau reynst gott og traust fólk og Öll skila þau arfleifðinni fram á við til komandi kynslóða. Þau María og Ingimundur áttu aldrei glæstar hallir né gnægð ijármuna. Ekki varð ég þó annars var en þau væru ánægð með lífsafkomu sína og lífsstarf. Það gátu þau líka verið því börn j 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.