Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 89
Flókatóftir. Brjánslcekur í baksýn.
Að lokinni guðsþjónustu var matarhlé. Kl. 14,00 hófst
dagskrá að nýju með einleik á Celló, þá voru flutt hátíðarljóð,
(Bryndís Schram), og þvínæst kórsöngur, barnaleikritið ,,Risa-
leikur“, hljóðfæraleikur, skemmtiþáttur, leiksýning „Piltur og
stúlka“, þáttur Vestur-íslendinga og að lokum var dansað á
tveim pöllum.
Ekki má gleyma þætti lögreglunnar í hátíðahöldunum, en
um hann má segja, að þar mættu allir ljúfmannlegri fyrir-
greiðslu og leysti hún störf sín af hendi með ágætum, enda var
framkoma hátíðargesta með þeim menningarbrag að lögreglu-
afskipta var ekki þörf, og mun lögregla varla hafa átt rólegri
daga en þessa hátíðadaga í Vatnsfirði.
Nokkrir fróðleiksfúsir mótsgestir fóru út að Brjánslæk til að
skoða Flókatóttir, en þær sjást mjög greinilega ennþá.
87