Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 94
Sigriður Ágústsdóttirfrá Kjós:
Þjóðhátíð á
Reykiarfirði
1874
I tilefni af öllum þeim fréttum af þjóðhátíðum, sem nú eru
haldnar um landið þvert og endilangt, langar mig til að riíja
upp frásögn af Þjóðhátíð, sem haldin var á Reykjarfirði
(Kúvíkum) í Árneshreppi fyrir eitthundrað árum, ef einhver
hefði gaman af að bera þessa frásögn saman við þær Þjóðhá-
tíðir, sem nú eru haldnar.
Þá var kaupmaður á Kúvíkum Jakob Thorarensen (d.
1911), stórmenni til geðs og gerðar, höfðingi á forna vísu.
Það mun hafa verið í ágústmánuði, að hann vildi minnast
þúsund ára byggðar Islands og lét þau boð út ganga, að öll
hjón í Árneshreppi og aðrir þeir, sem komist gætu að heiman,
væru boðin að heimili hans ákveðinn dag, sem mér er nú úr
minni fallinn hver var og skyldi þar minnst þúsund ára
byggðar á Islandi.
Til veislunnar kom fjöldi fólks, því þá var fjölmennt í
hreppnum og þó ekki sé víst að öll hjón hafi getað komið, þá
kom þangað margt af öðru fullorðnu fólki, börn með foreldr-
um sínum og vinnuhjú.
92