Strandapósturinn - 01.06.1974, Síða 107
um slóðir. Þegar vika var liðin frá því kýrnar týndust, fór
Bjarni norður að Kirkjubóli í Staðardal. Þar bjó þá góður
vinur hans, Magnús Sveinsson. Bað hann Magnús að hjálpa
sér að leita að kúnum, en Magnús var dulrænn og berdreym-
inn. Magnús tók því vel, en þú verður þá að gista hjá mér í
nótt mælti Magnús og bætti við. Við skulum vita, hvað okkur
dreymir.“ Morguninn eftir leggja þeir Bjarni og Magnús af
stað vestur á Steingrímsíjarðarheiði. Um leið og þeir héldu af
stað, segir Magnús. „Ætli við finnum ekki kýrnar í dag.“
Þegar þeir voru komnir vestur að Sótavörðuhæð, en hana
þekkja þeir sem þarna eru kunnugir, þá snéri Magnús af leið.
Bjarni skildi ekki hvað Magnús væri að fara og hafði orð á því,
að óhugsandi væri að kýrnar hefðu farið þessa leið. ,,En samt
er það svo“, segir Magnús ákveðinn. „Ætli við sjáum þær ekki
bráðum dingla hölunum í góðu yfirlæti á skemmtilegri flöt“.
Þegar þeir voru komnir all-langt inn á heiðina, sjá þeir kýrnar
og stóð allt heima, sem Magnús hafði sagt. Þær voru á sléttri
grasflöt og dingluðu hölunum ánægjulegar á svip. Magnús
sagði á eftir við Bjarna. Mér fannst ég verða að segja þér frá
þessu áður en við finndum kýrnar. Einhvern veginn hafði
Magnús séð þetta allt um nóttina, enda hélt hann beinustu
leið þangað sem kýrnar voru.
Eitt af því furðulega við þetta var, að kýrnar geltust ekki við
það að vera ekki mjólkaðar allan þennan tíma.
Staðurinn þar sem kýrnar fundust, mun vera nálægt því
mitt á milli Steingrímsfjarðar og Skjaldfannadals. Það var eins
og þær hefðu togast á, um að fara í Skjaldfannadal eða til
Steingrímsfjarðar.
ER ÉG BÚIN AÐ MISSA BÖRNIN MÍN?
Ég ætla að segja hér frá atburði, sem átti sér stað meðan við
hjónin vorum búsett í Lágadal.
Það var einn vetur á jólaföstunni. Ég hafði verið lasin og
legið lengi en var crðin rólfær. Eybjörg systir mín var hjá mér
til aðstoðar.
Við sátum inni og okkur leið vel, ég var að spila á
105