Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 114
Hann veitir oss allt sem oss vanhagar um
, ja vell og þið borgið í fjárafurðum.“
Hann Bjarni á kontórnum reikninga ritar
í rósemi og næði, því bíllaus er hann,
en Sigfús í refina rollukjöt bitar
því reglur um loðdýrahirðingu kann,
og Heimir í búskapinn sökkt hefur sér
hann sífellt með hugann hjá beljunum er.
í búðinni Þóroddur trítlar og tifar
sem trissa í spánýjum rokk eftir Lýð.
Hann vörurnar telur og vigtar og skrifar
svo verðið ei gleymist um ókomna tíð,
í kolin og pakkhúsið kemur hann snart
svo kaupin þau ganga í logandi fart.
Hjá honum Jónasi happdrættismiða
hægt er að kaupa og vinninga fá,
svo gullið það veltur sem geigvænleg skriða
er gleður þó sérhvern er stefnir hún á,
því Mammon er ennþá í hávegum hér
og hjáguðadýrkun ei talin það er.
Bjart er hjá Guðmundi Benónýssyni
hann býr niðri í kjallara Jónasi hjá.
Bjarmann af ókomnu árdegisskini
í sínu hugskoti maðurinn á,
um fortíð og nútíð en framtíð þó mest
fróður hann er á við meðallags prest.
Vel kann hann Þórarinn bækur að binda
svo bögglist þær ekki þótt lesið sé fast,
umbótum flinkur í framkvæmd að hrinda
fær því oft hól þegar aðrir fá last.
Tómasarbænum hann breytti í hús,
við biskupinn mægðist, svo þeir urðu dús.
112