Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 119
Veltið af ykkur vetraroki,
viðreisnin til hliðar þoki,
munið að áhyggjur mega bíða,
meðan að kvöldið er að líða.
Látið því vakna líf og kæti,
losið um málbeinið, sveiílið fæti.
Blóta skulum því vér þorra,
að þjóðarsiði feðra vorra.
Biðjum í hljóði um blíðan vetur,
bæði guð og Sankti Pétur.
Endist okkur hey og hagi,
heilsan góð, þá er allt í lagi.
En bænirnar mörgu við hugsum í hljóði,
þær hafa ekki rúm í svo smáu ljóði,
hin líðandi stund okkur fleyti hjá flúðum
og íley okkar látum því vaða á súðum.
Ahyggjur hverfa við guðaveig glasa,
er geymt er af sumum í tösku eða vasa.
Hollt er oss öllum með glöðum að gleðjast,
í góðvinahópi og láta nú seðjast.
Fyrst því af öllu við etum og etum,
etum afkrafti meðan við getum,
etum þar til við trogin tæmum
með talsverðum galsa og fyrirbænum.
Og matgleðin gefi okkur góða borgun,
svo göngum við aftur til starfa á morgun.
Yfir borðunum ríki bróðurþel,
blótið er hafið. Gjörið svo vel.
117
L