Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 120
Jóhannes Jónsson:
Verkun og geymsla
matvæla
Á þeirri tækniöld sem við nú lifum á, er geymsla matvæla
ekkert vandamál. Frystikistur og ísskápar eru orðnir sjálfsagðir
hlutir á heimili og leysa vanda húsmæðranna með geymslu
allskonar matvæla.
En þetta var öðruvísi áður fyrr og væri það nokkurs virði að
bjarga frá gleymsku ýmsum verkunar- og geymsluaðferðum,
sem feður okkar og mæður, afar og ömmur notuðu og oft með
ótrúlega góðum árangri.
Við eigum að vísu rnikið af góðum og nákvæmum lýsingum
á meðferð og geymslu matvæla áður fyrr. Við nánari athugun
sést, að þessar aðferðir hafa verið nokkuð mismunandi eftir
landshlutum og byggðarlögum, jafnvel voru þessar aðferðir
einstaklingsbundnar, því jafnvel þó börn lærðu þær af foreldr-
um sínum, þá voru þær breytilegar frá manni til manns.
Sumir fundu upp nýtt afbrigði við geymsluaðferðina eða
verkunina, sem reyndist betur og varð það þá stundum
einskonar leyndarmál, sem ekki var látið uppi við aðra.
Ég ætla að rifja upp nokkrar verkunar- og geymsluaðferðir á
matvælum, sem ég man eftir og heyrði sagt frá á æskuárum
inínum. Þá var venja á haustin, að birgja heimilið upp af
matarforða til vetrarins og fór það að sjálfsögðu mjög eftir
efnahag og aðstöðu manna hvernig það gekk á hverju hausti.
Þó haustin væru aðal söfnunartími á vetrarforða, var að
sjálfsögðu safnað matvælum ef þau voru fyrir hendi á hvaða
árstíma sem var.
118