Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 121

Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 121
Hrognkelsi voru verkuð að miklu leyti á sama hátt og nú er gert, rauðmaginn borðaður nýr, eða hann var reyktur og saltaður, grásleppan var yfirleitt fiött og kúluskorin og því næst hengd upp í hjall og látin síga, þó var nokkuð hert og borðað hrátt á sama hátt og harðfiskur. Grásleppan var hert í tyrfðum hjöllum, þar sem sól náði ekki að skína á hana og þránaði hún þá mjög lítið. Hert grásleppa þótti allgóður matur. Rauðmaginn var ekki hertur, því hann þránaði of mikið. Söltuð grásleppa þótti herramannsmatur væri hún stafiasöltuð, vatnið pressaðist þá úr henni við þungann í stafianum, svo hún varð þétt í sér og þótti eins og áður er sagt mjög góður matur. Kviðhvelja af báðum kynjum var hert og borðuð þannig, að hún var lögð á glóð og steikt, allar körtur hreinsaðar af með hníf og hveljan borðuð með bræðing. Hvelja af stórum grásleppum var stundum notuð til skógerðar á börn og unglinga. Þá var hveljan af hverri hlið tekin þannig að hún var fiegin dálítið upp í kambinn og hin röndin skorin niður við veiðikúlu og gotrauf. Þannig fékkst skæði af hvorri hlið. Þá voru hliðarkambarnir flegnir þar til hveljan varð jafnþykk, en þá var hún hert og geymd þannig. Þegar átti að búa til skó úr hveljunni, var hún bleytt upp og löguð til, svo hún varð eins og skæði og skórinn saumaður og verptur eins og skór úr skinni. Þorskur og ýsa voru borðuð ný, hert og söltuð eins og enn gerist, smáfiskur var stundum reyktur og var þá ýmist borðaður léttreyktur soðinn, eða hann var' fullreyktur og borðaður hrár eins og síld, sem líka var reykt og borðuð hrá. Flök af lúðu voru ýmist hert eða söltuð, og fór það eftir árstíma, voru pækilsöltuð að sumrinu þegar ekki var hægt að herða þau. Rafabelti af lúðu og spildingur voru borðuð ný eða hert og var hert rafabelti steikt á glóð og þótti mjög góður matur. Þorsk- og lúðuroð voru steikt á glóð og borðuð með bræðing. Koli og smáskata (Tindabykkja) voru hert og borðuð steikt á glóð, og með þeim hafður bræðingur. Ég hefi talað hér um bræðing, en hann var þannig tilbúinn að blandað var saman bræddri tólg og lýsi, oftast var notað þorskalýsi, en einnig var notað sellýsi, hvallýsi og hákarlslýsi. 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.