Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 124

Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 124
Hákarlskólfur var verkaður á svipaðan hátt og sundmagi, súrsaður og borðaður þannig. Skarfakál var notað til matargerðar og aðallega haft í grauta og brauð, en brauð voru bökuð í hlóðum. Þau voru hnoðuð og sett á plötu úr járni og potti hvolft yfir. Því næst voru hlóðin fyllt með moði, mómylsnu og öðru eldsneyti, sem brann seint, logaði ekki en myndaði mikinn hita. Þannig urðu brauðin vel seydd og ljúffeng. Brauð með skarfakáli í þótti bæði hollur og góður matur, ennfremur var skarfakálið notað við sláturgerð til að drýgja mjölið, sem oft var af skornum skammti. Meðal annars var skarfakálið talið öruggt lyf við skyrbjúg, en skyrbjúgur var all algengur sjúkdómur á þeim árum og stafaði af næringarskorti. Fjallagrös voru mikið notuð til manneldis. Grasamjólk og grasagrautar voru algengur matur hjá fólki á þeim tíma og grautar úr bankabyggi og fjallagrösum með nýmjólk út á voru mjög vinsælir. Einnig voru fjallagrös mikið notuð í brauð og slátur eins og skarfakálið, og meðal annars hafði slátur með fjallagrösum meira geymsluþol en slátur með einu saman mjöli. Bæði skarfakál og Qallagrös voru söxuð mjög smátt þegar þau voru notuð í slátur og brauð, en fjallagrös í grauta og mjólk voru ekki söxuð. Sauðamagálar soðnir og reyktir þóttu hátíðamatur. Magál- arnir voru teknir þannig, að þeir voru hringskornir af skrokk- unum. Þeir voru soðnir og sett þunnt léreft utan um þá og settir þannig í reyk. Fullreyktir voru þeir geymdir í léreftinu þar til átti að bera þá á borð, en þá var léreftið tekið utan af þeim og þeir skornir í sneiðar og borðaðir með smurðri flatköku. Glóðarbökuð flatkaka smurð með nýstrokkuðu smjöri og reyktur sauðamagáll þótti hinn mesti hátíðamatur. Sýra, salt og hersla voru aðal geymsluaðferðirnar í gamla daga og voru menn orðnir svo vanir þessum geymsluaðferðum í gegnum árin, að vandalaust var að geyma flestar tegundir matvæla árlangt og sumar svo árum skipti, eins og til dæmis hákarl, sem talið var að batnaði við lengri geymslu. Að lokum skal á það bent, að þessi upptalning á geymslu- og verkunaraðferðum matvæla er alls ekki tæmandi. 122
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.