Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 125
Örnefnasöfnun í
Strandasýslu
Að undanförnu hefur verið unnið á vegum Örnefnastofnun-
ar að endurskoðun örnefnaskráa úr Strandasýslu, einkum úr
Árneshreppi. Hún hefur gefið mjög góða raun. Má t.d. nefna,
að örnefnaskrá Dranga var endurskoðuð með Eiríki Guð-
mundssyni og fjölgaði þá nöfnunum úr 144 í 273. Þá hafa
sumir ritað nýjar skrár, t.d. Pétur og Guðmundur Guðmunds-
synir frá Ófeigsfirði. I eldri skrá voru nöfnin 103, en í hinni
nýju 239. Jóhannes Jónsson frá Asparvík í Kaldrananeshreppi
jók örnefnaskrá þaðan úr 73 nöfnum í 167. I sumum eldri
örnefnaskrám úr sýslunni eru aðeins talin upp örnefni, án þess
að þau séu staðsett eða aðrar upplýsingar skráðar um þau. Við
endurskoðunina hefur verið reynt að staðsetja örnefnin sem
nákvæmast, og einnig hafa fengizt margvíslegar upplýsingar
um örnefni og uppruna þeirra, sagnir og alls konar fróðleikur,
t.d. um búskaparhætti, vegi, eyktamörk, fiskimið o. fl. Hið
sama hefur komið fram hér og víða annars staðar, að
örnefnasöfnun er sjaldnast lokið við fyrstu yfirferð. Er hvort
tveggja, að örnefni rifjast upp fyrir mönnum, eftir að þau hafa
verið skráð í fyrstu, og auk þess hefur ekki alltaf náðst til beztu
heimildarmanna eða allra heimildarmanna, ef um marga er
að ræða.
Þegar örnefnaskrár hafa verið teknar saman, er enn eftir að
gera örnefnauppdrætti jarða, og verður það næsta verkefni.
Verða nöfnin þá væntanlega færð inn á stækkuð kort eða
loftmyndir. Hér er því mikið starf óunnið.
Vil ég hvetja sem flesta Strandamenn til að leggja þessu
123