Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 21
belginn þar til stafimir féllu vel saman og um leið voru stafirnir
jafnaðir svo allir næðu jafnlangt niður og neðri brún yrði jöfn og
slétt, þá voru stafirnir heflaðir innan með hvolfhefli svo fatan
yrði jöfn og slétt að innan, því næst var tekið verkfæri sem hét
laggajám, á því voru einskonar sagartennur til að saga lögg inn í
stafina, laggajárnið lá á stafendunum þegar löggin var söguð.
Sagartennumar voru færanlegar þannig að stilla mátti hve langt
væri farið niður á stafina þegar löggin var komin á ílátið var
botninn smíðaður og að sjálfsögðu varð hann að vera mátulega
stór, þegar botninn var kominn í var enn hert á girðinu eins og
hægt var. Tveir stafir í fötunni voru lengri en hinir og stóðu því
uppfyrir efri brún fötunnar í gegn um þá var borað gat þar sem
handfanginu var fest í, þetta voru kallaðir eyrnastafir og eyru
þar sem götin voru. Eymastafirnir komu hver á móti öðrum og
urðu að vera nákvæmlega staðsettir svo fatan hallaðist ekki. I
gegnum þessi eyru komu svokallaðir kilpar, þeir voru venjulega
úr hvalskíði sveigðir næstum tvöfaldir og stungið gegnum eyrun,
handfangið sem fatan var borin á kom þvert yfir fötuna á báðum
endum þess var rauf og í gegnum hana voru kilpirnir settir flatir
en snúið þversum þegar þeir voru komnir í gegn, áður höfðu
verið skorin hök í kilpana og er þeim var snúið þversum á
handfangið. Settust hökin föst niður á handfangið og báru
þannig fötuna uppi. Þá var settur fleygur í raufina svo endar
kilpanna lögðust út í enda raufarinnar beggja megin og gátu
ekki haggast, nú var fatan næstum því full smíðuð aðeins eftir að
smíða hlemminn (lokið) hann var í laginu eins og fatan að ofan,
ofan á hlemminn voru settir tveir listar (okar) og stóðu þeir
örlítið út af brún hlemmsins hvoru megin. Bilið milli þeirra var
jafnbreitt og eyrnastafirnir þegar hlemmurinn var settur á föt-
una gengu okaendarnir sitt hvoru megin á eyrnastafina og hélst
hlemmurinn þannig fastur á fötunni. Fötur til annarra nota voru
smíðaðar á likan hátt og hér hefur verið lýst, ef ílátið átti að vera
þrengra að ofan var heflað upp af stöfunum svo þeir urðu mjórri
að ofan.
Þegar strokkur var smíðaður var hann hafður víðari að ofan en
mjókkaði niður. Lok var á honum að ofan og gekk það innan í
19