Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 22
strokkinn á lokinu var gat sem bullustöngin lék í þegar strokkað
var. Á neðri enda bullustangarinnar kom bulluhausinn, hann
var kringla sem féll nokkumveginn út í strokkinn við botn, á
bulluhausnum voru göt einnig fjórar litlar raufar utan á honum,
hvor á móti annarri. Rjóminn þrýstist í gegnum götin og rauf-
arnar þegar strokkað var. Hér er lauslega lýst einni gerð af
strokk, þeirri sem var algengust, en fleiri gerðir voru til af
strokkum, meðal annarra stiginn strokkur sem var fundinn upp
af Guðmundi Kjartanssýni bónda á Hafnarhólmi í Steingríms-
firði, líkan í fullri stærð af þeim strokki er á byggðasafninu á
Reykjum í Hrútafirði og er það smíðað af Kjartani Jónssyni frá
Asparvík. Svipuð aðferð og lýst er hér að framan var höfð við
smíði íláta úr rekaviði til ýmsra nota á heimilum eins og
þvottabalar, sáir, byttur, kútar og margt fleira, en fleira þurfti að
smíða svo sem ausur, sleifar, fiskspaða, og margt annað til nota
við eldhússtörf, einnig kistur, koffort, skápa, borð og bekki, sleða,
skíði og fleira, allt var heimasmíðað úr rekaviði, þá var málm-
smíði allmikil, lamir og læsingar, ljábakkar, skeifur, fisk- og
hákarlakrókar, ífærur og bátasaumur, að lýsa því hvernig allt
þetta var smíðað yrði allt of langt upp að telja.
Þegar viður var fluttur heim af rekanum á vorin var allt
smælki hirt til eldiviðar, i þessu smælki voru trjárætur sem
kallaðar voru ýmsum nöfnum eftir stærð og útliti svo sem
hnyðjur, kjangar, krippur og hniprildi, þessar trjárætur voru oft
ákjósanlegt efni til að smíða úr smærri búshluti eins og ausur,
sleifar, fiskspaða og skálar, þessar trjárætur voru teknar frá og
geymdar til vetrarins þegar minna var að gera en þá var tekið til
að smíða úr þeim ýmsa smáhluti er höfðu gengið úr sér og þurfti
að endurnýja, ausur og skálar voru holaðar innan með áhaldi er
kallað var bjúghnífur blaðið á þessum hníf var beygt um það bil
þrjá fjórðu úr hring og með því lagi var hann vel fallin til að
tálga með honum upp úr ílátum sem áttu að vera hol innan,
þegar smíðaðir voru fiskspaðar var blaðið breiðara að framan en
mjórra þegar kom að skaftinu. Skaftið var sívalt með haki aftan á
til að hengja spaðann upp á mitt blaðið. Var venja að setja
20