Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 22

Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 22
strokkinn á lokinu var gat sem bullustöngin lék í þegar strokkað var. Á neðri enda bullustangarinnar kom bulluhausinn, hann var kringla sem féll nokkumveginn út í strokkinn við botn, á bulluhausnum voru göt einnig fjórar litlar raufar utan á honum, hvor á móti annarri. Rjóminn þrýstist í gegnum götin og rauf- arnar þegar strokkað var. Hér er lauslega lýst einni gerð af strokk, þeirri sem var algengust, en fleiri gerðir voru til af strokkum, meðal annarra stiginn strokkur sem var fundinn upp af Guðmundi Kjartanssýni bónda á Hafnarhólmi í Steingríms- firði, líkan í fullri stærð af þeim strokki er á byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði og er það smíðað af Kjartani Jónssyni frá Asparvík. Svipuð aðferð og lýst er hér að framan var höfð við smíði íláta úr rekaviði til ýmsra nota á heimilum eins og þvottabalar, sáir, byttur, kútar og margt fleira, en fleira þurfti að smíða svo sem ausur, sleifar, fiskspaða, og margt annað til nota við eldhússtörf, einnig kistur, koffort, skápa, borð og bekki, sleða, skíði og fleira, allt var heimasmíðað úr rekaviði, þá var málm- smíði allmikil, lamir og læsingar, ljábakkar, skeifur, fisk- og hákarlakrókar, ífærur og bátasaumur, að lýsa því hvernig allt þetta var smíðað yrði allt of langt upp að telja. Þegar viður var fluttur heim af rekanum á vorin var allt smælki hirt til eldiviðar, i þessu smælki voru trjárætur sem kallaðar voru ýmsum nöfnum eftir stærð og útliti svo sem hnyðjur, kjangar, krippur og hniprildi, þessar trjárætur voru oft ákjósanlegt efni til að smíða úr smærri búshluti eins og ausur, sleifar, fiskspaða og skálar, þessar trjárætur voru teknar frá og geymdar til vetrarins þegar minna var að gera en þá var tekið til að smíða úr þeim ýmsa smáhluti er höfðu gengið úr sér og þurfti að endurnýja, ausur og skálar voru holaðar innan með áhaldi er kallað var bjúghnífur blaðið á þessum hníf var beygt um það bil þrjá fjórðu úr hring og með því lagi var hann vel fallin til að tálga með honum upp úr ílátum sem áttu að vera hol innan, þegar smíðaðir voru fiskspaðar var blaðið breiðara að framan en mjórra þegar kom að skaftinu. Skaftið var sívalt með haki aftan á til að hengja spaðann upp á mitt blaðið. Var venja að setja 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.